Erlent

Ísraelar skutu fjóra ISIS-liða til bana á Gólanhæð

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Gólanhæð er undir yfirráðum ísraelska hersins en innan landamæra Sýrlands.
Gólanhæð er undir yfirráðum ísraelska hersins en innan landamæra Sýrlands. Vísir/AFP
Ísraelskar orrustuþotur skutu í dag fjóra hryðjuverkamenn ISIS samtakanna til bana eftir að þeir skutu á ísraelska hermenn á Gólanhæð sem er undir yfirráðum ísraelska hersins en innan landamæra Sýrlands. Reuters greinir frá þessu.

Ísraelsher hefur af og til þurft að grípa til vopna gegn liðsmönnun ISIS en átök við liðsmenn hryðjuverkahópa hafa verið afar sjaldgæf á Gólanhæð síðan borgarastríðið í Sýrlandi hófst fyrir um fimm árum.

Liðsmenn ISIS skutu að fyrra bragði á ísraelska hermenn á Gólanhæð úr bíl sem keyrði meðfram hæðinni. Orrustuþota á vegum Ísraelshers barst snarlega við og skaut á bíl mannanna með loftskeyti með þeim afleiðingum að þeir létust allir samstundis að sögn talsmanns Ísraelshers.

Hryðjuverkamennirnir fjórir eru sagðir tilheyra Yarmouk sem er ein af undirdeildum ISIS í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×