Erlent

Svisslendingar kjósa um kjarnorku

Atli Ísleifsson skrifar
Leibstadt kjarorkuverið í norðurhluta Sviss. Kjarnorkuverin fimm í Sviss sjá landsmönnum fyrir 40 prósent af allri raforku.
Leibstadt kjarorkuverið í norðurhluta Sviss. Kjarnorkuverin fimm í Sviss sjá landsmönnum fyrir 40 prósent af allri raforku. Vísir/AFP
Kjósendur í Sviss munu í dag greiða atkvæði um hvort slökkva beri á þremur af fimm kjarnorkuverum landsins á næsta ári.

 

Svisslendingar hafa nú þegar ákveðið að draga skuli úr notkun kjarnorku í landinu í skrefum, en enn er deilt um hve langur tími skuli líða þar til slökkt sé á öllum kjarnaofnum landsins.

 

Kjarnorkuverin fimm í Sviss sjá landsmönnum fyrir 40 prósent af allri raforku.

 

Ákvörðunin um að segja skilið við kjarnorku var tekin árið 2011, nokkrum mánuðum eftir að flóðbylgjan skall á Japan og slysið kjarnorkuslysið varð í Fukushima.

 

Græningjaflokkurinn GPS safnaði 100 þúsund undirskrifum sem varð til þess að kosið er um málið nú. Gengur tillagan úr á að slökkt verði á öllum kjarnorkuverum þegar þau hafa verið starfrækt í 45 ár og bann lagt við byggingu nýrra vera.

 

Greiði Svisslendingar með því að hraða ferlinu með þessum hætti verður slökkt á þremur verum á næsta ári og síðustu tveim fyrir árið 2029.

 

Skoðanakannanir benda til að mjótt sé á munum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×