Erlent

23 handteknir vegna kjarreldanna í Ísrael

Atli Ísleifsson skrifar
Tugþúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna eldanna, flestir í borginni Haifa.
Tugþúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna eldanna, flestir í borginni Haifa. Vísir/AFP
Yfirvöld í Ísrael hafa greint frá því að búið sé að slökkva kjarreldana sem hafa geisað í landinu og á Vesturbakkanum frá því að þriðjudag.

Tugþúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna eldanna, flestir í borginni Haifa en einnig í kringum Jerúsalem og á Vesturbakkanum.

Lögreglu grunar að um íkveikjur sé að ræða og tengist mögulega átökum Ísraela og Palestínumanna. Alls hafa 23 verið handteknir og sjö til viðbótar verið yfirheyrðir.

Ísraelum bauðst við slökkvistarf aðstoð frá fjölda ríkja, meðal annars Rússlandi, Tyrklandi, Grikklandi, Frakklandi, Spáni og Kanada.

Heimastjórn Palestínumanna lagði einnig til slökkviliðsmenn og slökkvibíla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×