Erlent

Allir starfsmenn fá fræðslu um kynhneigð

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. vísir/getty
Sveitarfélagið Karlskrona í suðausturhluta Svíþjóðar hefur ákveðið að allir starfsmenn þess muni sækja námskeið þar sem fjallað verður um málefni er varða samkynhneigð, tvíkynhneigð og trans. Bæjarstjórnin segist með þessu vera að leggja sitt á vogarskálarnar til þess að koma í veg fyrir mismunun vegna kynhneigðar.

Fyrirhugað er að starfsmennirnir, sem eru 5.700 talsins, muni sækja námskeiðið í gegnum netið. Í kjölfarið verður ætlast til þess að málefnin verði rædd með reglulegu millibili á starfsmannafundum.

Verkefnið kostar rétt rúmar 100 þúsund íslenskar krónur, og segir Börje Dovstad, bæjarfulltrúi í Karlskrona, að þetta sé partur af því að auka vitund og sýna fram á að Karlskrona sé opið samfélag þar sem allir séu velkomnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×