Innlent

Jólatré Kópavogs tendrað á aðventuhátíð bæjarins

Anton Egilsson skrifar
Mikill fjöldi fólks kom saman til að fylgjast með tendrun jólatrésins í dag.
Mikill fjöldi fólks kom saman til að fylgjast með tendrun jólatrésins í dag. Mynd: Kópavogsbær
Jólatré Kópavogs var tendrað við hátíðlega athöfn á aðventuhátíð bæjarins í dag. Ungir sem aldnir mættu til að fylgjast með skemmtuninni sem venju samkvæmt var haldin á laugardegi fyrstu helgina í aðventu.

Auk skemmtunar úti á túninu við Menningarhúsin í bænum var dagskrá í húsunum frá klukkan eitt og jólamarkaður. Markaðurinn verður einnig opinn á morgun, sunnudag, og þá verður jólakortasmiðja í Gerðarsafni klukkan 14 og sögustund með Langlegg og Skjóðu í Bókasafni Kópavogs kl. 13.30.

 

Krakkarnir fylgjast með af mikilli einbeitinguMynd: Kópavogsbær
Grýla lét sig ekki vanta.Mynd: Kópavogsbær
Sumir þurftu að fara á háhest til að sjá almennilega.Mynd: Kópavogsbær



Fleiri fréttir

Sjá meira


×