Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna mengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Mikil óánægja er meðal íbúa í bænum með megun frá verksmiðjunni og við ræðum við nokkra þeirra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við ræðum líka við unga íslenska konu sem flutti hingað frá Filippseyjum en hún hefur upplifað mikla kynþáttafordóma frá Íslendingum í gegnum Snapchat meðal annars eftir að hún keppti í ungfrú Ísland.

Við fjöllum líka um andlát Fídel Castró en Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að sagan muni dæma um áhrif Castros. Loks fjöllum við um sérstakar aðferðir bóndans á Ósabakka á Skeiðum en hann er í rólu þegar hann rýir fé sitt og einstaka kind þakkar honum fyrir með dansi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×