Erlent

Tveir særðir eftir tvær skotárásir í Svíþjóð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi sænsku lögreglunnar grunaður um aðild að tveimur skotárásum þar í landi á síðastliðnum sólarhring.

Fyrri árásin átti sér stað í Biskupsgarði í Gautaborg í gærkvöldi þar sem tvítugur karlmaður særðist. Hann er á batavegi, að því er segir í sænskum fjölmiðlum. Seinni árásin var gerð á ólöglegum skemmtistað í Malmö. Karlmaður á fertugsaldri særðist alvarlega en ekki er talið að hann sé í lífshættu.

Skotárásir hafa verið nokkuð tíðar í Svíþjóð undanfarin misseri. Yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilega vel á þessum málum, og kennir saksóknari manneklu og lélegum stjórnarháttum um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×