Enski boltinn

Jóhann Berg frá í mánuð vegna tognunar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson í búningi Burnley.
Jóhann Berg Guðmundsson í búningi Burnley. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn og leikmaður Burnley, Jóhann Berg Guðmundsson, verður að öllum líkindum frá í að minnsta kosti mánuð eftir að hann meiddist í leik Burnley í dag.

Jóhann Berg fór af velli í fyrri hálfleik þegar Burnley tapaði með tveimur mörkum gegn einu fyrir Manchester City á heimavelli í dag, en Burnley komst yfir í leiknum.

Kantmaðurinn knái virtist kveinka sér aftan í læri eins og kom fram í frétt Vísis um leikinn, en nú hefur hann staðfest í samtali við 433.is að hann verði frá í að minnsta kosti mánuð.

Hann er að öllum líkindum tognaður aftan í læri og er þetta mikið áfall fyrir Jóhann sem hefur verið að spila vel fyrir Burnley eftir að hafa gengið í raðir liðsins frá Charlton í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×