Erlent

Umdeildur tískuljósmyndari fannst látinn á heimili sínu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hamilton seldi milljónir eintaka af ljósmyndabókum sínum.
Hamilton seldi milljónir eintaka af ljósmyndabókum sínum. Vísir/Getty
Breski tískuljósmyndarinn David Hamilton fannst látinn á heimili sínu í París í kvöld. Stutt er síðan hann var sakaður um að hafa nauðgað fjórum konum sem sátu fyrir hjá honum þegar þær voru börn. BBC greinir frá.

Óstaðfestar fregnir herma að hann hafi framið sjálfsmorð en hann hafði hótað að höfða mál gegn konunum. Hamilton var 83 ára og best þekktur fyrir tvíræðar myndir af ungum stúlkum en ljósmyndabækur hans hafa selst í milljónatali.

Hamilton flutti til Frakklands eftir seinni heimstyrjöldina og bjó þar til æviloka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×