Erlent

Fái ekki greitt fyrir dósir sínar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Yfirborgarstjórinn vill hætta að borga fyrir dósirnar.
Yfirborgarstjórinn vill hætta að borga fyrir dósirnar. Vísir/Anton
Fátækir innflytjendur eiga ekki lengur að geta aflað sér viðurværis með því að fá greitt fyrir dósir sem þeir safna. Þetta er mat yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar, Franks Jensen. Bann við slíku muni koma í veg fyrir að fátækir útlendingar komi til borgarinnar og haldi til í almenningsgörðum og úti á götum. Því fylgi nefnilega hávaði og óöryggi.

Samkvæmt frétt Politiken leggur yfirborgarstjórinn til að eingöngu verði hægt að nota kvittun fyrir dósir og flöskur til að greiða fyrir vörur í þeirri verslun þar sem þeim var skilað og þá mögulega innan einnar klukkustundar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×