Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Forseti Íslands er bjartsýnn á að það takist að mynda ríkisstjórn á næstu dögum án þess að nokkur flokkur hafi formlegt umboð. Katrín Jakobsdóttir útilokar ekki myndun utanþingsstjórnar í samtali við Stöð 2 en hún skilaði umboði sínu í dag.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um aukningu í notkun sterkra verkjalyfja en fjöldi þeirra sem nota verkjalyf náskylt heróíni hefur aukist um þrjátíu prósent milli ára. Við ræðum líka við formann Dómarafélagsins en hann telur að alþingismenn hafi dregið úr trausti á dómstólunum með óábyrgum ummælum um erfitt forsjármál. 

Í fréttatímanum verður líka fjallað um möguleika þess að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Hvassahrauni en frumathuganir á veðurskilyrðum í Hvassahrauni benda til að svæðið henti vel undir nýjan flugvöll.  

Í fréttatímanum fjöllum við líka um kaupgleði Íslendinga á svörtum föstudegi en langar biðraðir voru fyrir utan raftækjaverslanir snemma í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×