Erlent

36 létust þegar tvær lestir skullu saman í Íran

Atli Ísleifsson skrifar
Bærinn Shahroud er afskekktur sem hefur gert björgunarliði erfitt fyrir.
Bærinn Shahroud er afskekktur sem hefur gert björgunarliði erfitt fyrir. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 36 manns eru látnir eftir að tvær farþegalestir skullu saman í Shahroud, um 250 kílómetrum austur af írönsku höfuðborginni Teheran.

Íranskir fjölmiðlar segja að til viðbótar hafi um hundrað manns slasast í árekstrinum og verið fluttir á sjúkrahús í nágrenni staðarins.

Önnur lestanna á að hafa verið kyrrstæð á lestarstöðinni Haft Khan en sömmu síðar kom hin lestin aðvífandi á miklum hraða og rakst á þá fyrri.

Fjöldi lestarvagna fóru af sporinu og eldur blossaði upp í nokkrum þeirra. Óttast er að fjöldi látinni komi til með að hækka þegar fram í sækir.

Bærinn Shahroud er afskekktur sem hefur gert björgunarliði erfitt fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×