Erlent

Þrettán handteknir vegna vinnuslyssins í Kína

Atli Ísleifsson skrifar
Banaslys á vinnusvæðum eru algeng í Kína.
Banaslys á vinnusvæðum eru algeng í Kína. Vísir/AFP
Lögregla í Kína hafur handtekið þrettán manns í kjölfar vinnuslyssins sem varð í kolaveri í Jiangxi austurhluta Kína þar sem 74 starfmenn fórust.

Slysið varð á fimmtudagsmorgni þegar vinnupallur féll saman þar sem verið var að reisa nýjan 168 metra háan kæliturn.

Mikill fjöldi starfsfólks var á staðnum þar sem starfsmenn á morgunvakt voru að mæta til vinnu og næturstarfsmenn að ljúka vinnu.

Kínverskir fjölmiðlar greindu í morgun frá handtökunum, án þess þó að greina sérstaklega frá því hvað mennirnir eru grunaðir um.

Banaslys á vinnusvæðum eru algeng í Kína og umræðan um hertari öryggiskröfur verður nú háværari með hverju árinu sem líður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×