Edda Garðars: KR er ekki Fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 10:00 Edda Garðarsdóttir sem leikmaður KR og þjálfari KR. Vísir/Samsett mynd Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR í Pepsi-deild kvenna, hefur heldur betur safnað að sér sterkum leikmönnum síðan að tímabilinu lauk. Fjórar landsliðskonur, fyrrverandi og núverandi, hafa samið við KR fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir hafa spilað saman 265 A-landsleiki en þær léku allar með KR á árum áður. Edda fer yfir stöðu mála hjá KR-liðinu í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag en KR rétt náði að bjarga sér frá falli í lokaumferðinni í haust. „Ég ætla alls ekki að fara að tala um að nú getum við orðið meistarar eða eitthvað slíkt. Það væri algjör geðveiki. Við náðum að taka „kvikmyndalegan“ viðsnúning í hálfleik gegn ÍA í lokaumferðinni og héldum okkur þannig uppi í deildinni, þannig að mér finnst við ekkert geta verið kokhraustar,“ sagði Edda í viðtalinu við Sindra. Hún var staðráðin í að breyta um taktík en KR-liðið var með fjóra erlenda leikmenn í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég er tiltölulega ný í þessu starfi og finnst þetta svolítið óþægilegt. Maður fær endalausar ábendingar um hina og þessa erlendu leikmenn og þetta er svo mikið lotterí. Maður krossleggur bara fingur þegar þær koma um vorið. Ég vil ekki hafa þetta svona. Þegar Þórunn, Katrín og Hólmfríður vildu koma heim þá tók maður því auðvitað bara fagnandi,“ sagði Edda í viðtalinu. „Mig langar að treysta á KR-inga og mínar stelpur. Ég vil ekki fá erlenda leikmenn sem ég þekki ekki. Ég er mun spenntari fyrir því að fá íslenska leikmenn sem mér lýst vel a, metnaðarfullar stelpur sem vilja breytingar. Mér finnst mjög gaman að hjálpa ungum leikmönnum að stíga sín fyrstu skref, þó að ég sé að fá gamlar með til að lyfta þessu upp. Þær eru KR-ingar og ég tel að það skipti máli, þó að nútímafótbolti sé eins og hann er," sagði Eddda. Edda skýtur líka á stjórnina í Fram sem vill ekkert með kvennalið félagsins gera og hefur enn ekki ráðið þjálfara eins og kom fram í sameiginlegum pistli frá leikmönnum Safamýrarliðsins í vikunni. „KR er ekki Fram, ef þú ert að spyrja að því. Ef maður horfir til baka þá kom þarna tími um 2008 eða 2009, þegar hópur leikmanna KR hafði tækifæri til að komast í atvinnumennsku. Við misstum liðið bara út á einu bretti. það er ekkert fyrst núna sem KR er að reyna að rífa þetta upp og stjórnin hefur alltaf verið boðin og búin að hjálpa til. Það kom mér bara meira á óvart en ekki hve mikill stuðningurinn hefur verið úr öllum áttum,“ sagði Edda. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR í Pepsi-deild kvenna, hefur heldur betur safnað að sér sterkum leikmönnum síðan að tímabilinu lauk. Fjórar landsliðskonur, fyrrverandi og núverandi, hafa samið við KR fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir hafa spilað saman 265 A-landsleiki en þær léku allar með KR á árum áður. Edda fer yfir stöðu mála hjá KR-liðinu í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag en KR rétt náði að bjarga sér frá falli í lokaumferðinni í haust. „Ég ætla alls ekki að fara að tala um að nú getum við orðið meistarar eða eitthvað slíkt. Það væri algjör geðveiki. Við náðum að taka „kvikmyndalegan“ viðsnúning í hálfleik gegn ÍA í lokaumferðinni og héldum okkur þannig uppi í deildinni, þannig að mér finnst við ekkert geta verið kokhraustar,“ sagði Edda í viðtalinu við Sindra. Hún var staðráðin í að breyta um taktík en KR-liðið var með fjóra erlenda leikmenn í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég er tiltölulega ný í þessu starfi og finnst þetta svolítið óþægilegt. Maður fær endalausar ábendingar um hina og þessa erlendu leikmenn og þetta er svo mikið lotterí. Maður krossleggur bara fingur þegar þær koma um vorið. Ég vil ekki hafa þetta svona. Þegar Þórunn, Katrín og Hólmfríður vildu koma heim þá tók maður því auðvitað bara fagnandi,“ sagði Edda í viðtalinu. „Mig langar að treysta á KR-inga og mínar stelpur. Ég vil ekki fá erlenda leikmenn sem ég þekki ekki. Ég er mun spenntari fyrir því að fá íslenska leikmenn sem mér lýst vel a, metnaðarfullar stelpur sem vilja breytingar. Mér finnst mjög gaman að hjálpa ungum leikmönnum að stíga sín fyrstu skref, þó að ég sé að fá gamlar með til að lyfta þessu upp. Þær eru KR-ingar og ég tel að það skipti máli, þó að nútímafótbolti sé eins og hann er," sagði Eddda. Edda skýtur líka á stjórnina í Fram sem vill ekkert með kvennalið félagsins gera og hefur enn ekki ráðið þjálfara eins og kom fram í sameiginlegum pistli frá leikmönnum Safamýrarliðsins í vikunni. „KR er ekki Fram, ef þú ert að spyrja að því. Ef maður horfir til baka þá kom þarna tími um 2008 eða 2009, þegar hópur leikmanna KR hafði tækifæri til að komast í atvinnumennsku. Við misstum liðið bara út á einu bretti. það er ekkert fyrst núna sem KR er að reyna að rífa þetta upp og stjórnin hefur alltaf verið boðin og búin að hjálpa til. Það kom mér bara meira á óvart en ekki hve mikill stuðningurinn hefur verið úr öllum áttum,“ sagði Edda.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira