Erlent

Konum oftar neitað um launahækkun

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Yngri konur eru duglegri að semja um launahækkun.
Yngri konur eru duglegri að semja um launahækkun. Vísir/Valli
Konur biðja jafn oft um launahækkun og karlar en þær fá oftar neitun en þeir, að því er kemur fram í sænska tímaritinu Chef sem vísar í nýja könnun á vegum Cass Busi­ness School í London. Þátttakendur í könnuninni voru 4.500 starfsmenn hjá 800 fyrirtækjum í Ástralíu.

Könnunin leiddi jafnframt í ljós að yngri konur væru duglegri að semja um launahækkun en eldri konur. Talið er að það sé að hluta til vegna þess að yngri konur séu meðvitaðri um að þær fá ekki sömu meðferð og karlar vegna kyns síns.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×