Innlent

Þeir slösuðu tryggðir

Sveinn Arnarsson skrifar
Landsbjörg tryggir alla björgunarsveitarmenn sína kyrfilega.
Landsbjörg tryggir alla björgunarsveitarmenn sína kyrfilega. Vísir/Vilhelm
Tveir björgunarmenn slösuðust í fyrrakvöld við leit að bónda skammt frá Hvammstanga. Voru þeir báðir fluttir til Reykjavíkur með þyrlu. Annar var útskrifaður stuttu eftir komuna til Reykjavíkur en hinn undirgekkst frekari skoðanir í gær.

Þorsteinn Gunnarsson segir það hafa verið til happs að þyrla gæslunnar hafi verið á staðnum. Bóndinn fannst kaldur og hrakinn seinna um kvöldið.

Þorsteinn bendir einnig á að allir björgunarsveitarmenn landsins eru tryggðir samkvæmt lögum, bæði í útköllum og öðrum störfum á vegum björgunarsveitanna.

Um 50 manns tóku þátt í leitinni að bóndanum.



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×