Deila um sorpurðun í Langanesbyggð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Hluti íbúa Bakkafjarðar telur að nábýlið við sorpurðunina geti haft slæm áhrif á byggðina. vísir/gva Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði á dögunum frá kæru íbúa á Bakkafirði þar sem þess var krafist að nefndin felldi úr gildi undanþágu Langanesbyggðar fyrir sorpurðun á Bakkafirði. Málinu var vísað frá sökum þess að ákvörðunin var tekin af umhverfisráðuneytinu. Urðunarstaður hefur verið á Bakkafirði undanfarna tvo áratugi en þá þjónaði hann aðeins Skeggjastaðahrepp hinum forna. Árið 2006 sameinuðust Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur undir merkjum Langanesbyggðar. Fyrir fjórum árum rann starfsleyfi urðunarinnar út og sótti sveitarstjórnin um endurnýjun á starfsleyfi. Sú umsókn sætti kæru íbúa sem töldu að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum. Í upphafi þessa árs komst áðurnefnd úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu að það væri óþarft. Í kjölfarið sótti Langanesbyggð um undanþágu frá starfsleyfi sem ráðuneytið veitti í ágúst.Elías Pétursson, sveitastjóri LanganesbyggðarÓánægju hefur gætt hjá ýmsum íbúum Bakkafjarðar vegna málsins. Í Langanesbyggð búa rúmlega fimm hundruð manns. Þar af býr um einn af hverjum fimm á Bakkafirði. Þær raddir hafa heyrst meðal Bakkfirðinga að með málinu sé verið að hygla íbúum Þórshafnar með því að urða sorpið í „túngarði íbúabyggðar“ á Bakkafirði. Urðunin geti haft ýmis áhrif, flest neikvæð, á byggð í Bakkafirði. „Það hefur verið lagst í töluverða vinnu til að hugsa upp nýja staðsetningu. Sú vinna hefur ekki skilað öðru en því að það er ofboðslega dýrt að urða annars staðar,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Kostnaðurinn hefur verið umtalsverður því síðustu ár, frá því að starfsleyfið rann út, hefur sorpi sveitarfélagsins verið ekið á Vopnafjörð til urðunar þar. Elías segir ekkert hæft í því að íbúar Þórshafnar séu að nýta sér fjölmennið til að níðast á Bakkfirðingum. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Ég skil gremju og áhyggjur Bakkfirðinga en það er ekki sanngjarnt að stilla málinu upp á þennan veg,“ segir Elías. „Þetta er ekki þannig að íbúar horfi ofan í urðunina og með réttum aðferðum þá ætti þetta ekki að skapa ónæði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði á dögunum frá kæru íbúa á Bakkafirði þar sem þess var krafist að nefndin felldi úr gildi undanþágu Langanesbyggðar fyrir sorpurðun á Bakkafirði. Málinu var vísað frá sökum þess að ákvörðunin var tekin af umhverfisráðuneytinu. Urðunarstaður hefur verið á Bakkafirði undanfarna tvo áratugi en þá þjónaði hann aðeins Skeggjastaðahrepp hinum forna. Árið 2006 sameinuðust Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur undir merkjum Langanesbyggðar. Fyrir fjórum árum rann starfsleyfi urðunarinnar út og sótti sveitarstjórnin um endurnýjun á starfsleyfi. Sú umsókn sætti kæru íbúa sem töldu að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum. Í upphafi þessa árs komst áðurnefnd úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu að það væri óþarft. Í kjölfarið sótti Langanesbyggð um undanþágu frá starfsleyfi sem ráðuneytið veitti í ágúst.Elías Pétursson, sveitastjóri LanganesbyggðarÓánægju hefur gætt hjá ýmsum íbúum Bakkafjarðar vegna málsins. Í Langanesbyggð búa rúmlega fimm hundruð manns. Þar af býr um einn af hverjum fimm á Bakkafirði. Þær raddir hafa heyrst meðal Bakkfirðinga að með málinu sé verið að hygla íbúum Þórshafnar með því að urða sorpið í „túngarði íbúabyggðar“ á Bakkafirði. Urðunin geti haft ýmis áhrif, flest neikvæð, á byggð í Bakkafirði. „Það hefur verið lagst í töluverða vinnu til að hugsa upp nýja staðsetningu. Sú vinna hefur ekki skilað öðru en því að það er ofboðslega dýrt að urða annars staðar,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Kostnaðurinn hefur verið umtalsverður því síðustu ár, frá því að starfsleyfið rann út, hefur sorpi sveitarfélagsins verið ekið á Vopnafjörð til urðunar þar. Elías segir ekkert hæft í því að íbúar Þórshafnar séu að nýta sér fjölmennið til að níðast á Bakkfirðingum. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Ég skil gremju og áhyggjur Bakkfirðinga en það er ekki sanngjarnt að stilla málinu upp á þennan veg,“ segir Elías. „Þetta er ekki þannig að íbúar horfi ofan í urðunina og með réttum aðferðum þá ætti þetta ekki að skapa ónæði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira