Innlent

Er bullandi góðæri?

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu árið 2016 verði sá mesti frá árinu 2005 þegar einkaneysla jókst um 12 prósent á milli ára.

Staða heimilanna hefur batnað gríðarlega, atvinnuleysi er rétt yfir tveimur prósentum, hagvöxtur verður í kringum 4,8 prósent í ár og skuldsetning og eignastaða er orðin mjög góð ef við lítum til seinustu ára, og sama á við um fyrirtæki landsins.

Er bullandi góðæri? Sindri Sindrason kynnti sér málið í 19.10 í kvöld og ræddi við fasteignasala, ferðaskrifstofur, bílasölur, bankana og hönnunarverslanir - og svörin voru öll á einn veg:

Ástandið svipar um margt til þess sem var fyrir hrun.

Sjá má innslagið í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×