Erlent

Nám veitir rétt til dvalar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Flóttafólk við komuna til Svíþjóðar.
Flóttafólk við komuna til Svíþjóðar. vísir/epa
Sænsk stjórnvöld hafa orðið ásátt um lagabreytingu sem veitir fylgdarlausum flóttabörnum, sem átt hafa á hættu að vera vísað úr landi þegar þau verða 18 ára, rétt til dvalar í Svíþjóð stundi þau nám í framhaldsskóla. Þau fá þar með tímabundið dvalarleyfi í fjögur ár.

Um er að ræða hóp flóttabarna sem ekki eru talin þurfa á vernd að halda en eiga ekki öruggt skjól í heimalandi sínu. Hingað til hafa þau oftast fengið dvalarleyfi til frambúðar en í kjölfar ákvörðunar sænsku útlendingastofnunarinnar í sumar fá fylgdarlausu flóttabörnin tímabundið dvalarleyfi þar til þau verða 18 ára. Sænska sjónvarpið greindi frá. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×