Erlent

50 þúsund flýja heimili sín í Ísrael vegna skógarelda

Atli Ísleifsson skrifar
Enn sem komið er hafa engar fréttir borist af manntjóni.
Enn sem komið er hafa engar fréttir borist af manntjóni. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 50 þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem nú geisa í ísraelsku borginni Haifa.

Eldarnir hafa dreifst með þurrum og heitum vindum um íbúahverfi í norðurhluta borgarinnar. Íbúar Haifa telja alls um 300 þúsund.



BBC
greinir frá því að skógareldar ógni nú jafnframt íbúabyggð í Jerúsalem og á Vesturbakkanum.

Borgarstjóri Haifa segir ljóst að eldarnir hafi meðal annars blossað upp eftir að einhver kastaði logandi sígarettu þar sem mikið magn olíu og eldfimra efna væri að finna.

Eldarnir hafa nú geisað í þrjá daga og hefur varalið hersins verið kallað inn til aðstoðar.

Enn sem komið er hafa engar fréttir borist af manntjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×