Costa Nhamoinesu skoraði eina mark leiksins á 11. mínútu.
Dýrlingarnir eru í 2. sæti riðilsins en þeir mæta H. Beer Sheva í hreinum úrslitaleik um sæti í 64-liða úrslitunum í lokaumferð riðlakeppninnar eftir tvær vikur.
H. Beer Sheva vann 3-2 sigur á Inter í hinum leik riðilsins í kvöld. Ítalska stórliðið er þar með úr leik.
Inter komst í 0-2 eftir 25 mínútna leik en Ísraelarnir sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleik. Ben Sahar skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.