Erlent

Evrópuþingið vill setja aðildarumsókn Tyrklands á ís

Atli ísleifsson skrifar
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Vísir/AFP
Evrópuþingið samþykkti í dag að stöðva aðildarviðræður Tyrklands vegna aðgerða Tyrklandsstjórnar í kjölfar misheppnaðrar valdaránstilraunar í landinu í júlí.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hafði fyrir atkvæðagreiðsluna lýst því yfir að þessi óbindandi atkvæðagreiðsla væri merkingarlaus. Sagði hann Evrópusambandsaðild ekki eina möguleika Tyrklands og nefndi að Tyrkir gætu leitað eftir samstarfi við Samvinnustofnun Shanghai. Aðildarríki þeirrar stofnunar eru Rússland, Kína og fjögur Mið-Asíuríki.

Með atkvæðagreiðslu morgunsins voru Evrópuþingmennirnir að beina þeim orðum til framkvæmdastjórnar ESB að „frysta viðræðurnar tímabundið“.

Aðildarviðræður Tyrklands hófust árið 2005 en einungis er búið að opna einn kafla af 35 í viðræðunum.

Tyrklandsstjórn hefur vikið um 120 þúsund manns frá störfum í hinum opinbera geira frá því að upp komst um valdaránstilraunina. Þá hafa fjölmargir blaðamenn og baráttumenn Kúrda verið handteknir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×