Enski boltinn

Barton mættur aftur til Burnley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joey Barton entist í stuttan tíma hjá Rangers í Skotlandi.
Joey Barton entist í stuttan tíma hjá Rangers í Skotlandi. Vísir/Getty
Knattspyrnumaðurinn umdeildi Joey Barton er byrjaður að æfa með Burnley, sínu gamla félagi.

Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá Burnley en Barton fór frá félaginu í maí og gekk í raðir skoska liðsins Rangers.

Barton, sem hefur margsinnis komið sér í klandur fyrir hegðun sína innan sem utan vallar, var rekinn frá félaginu eftir að honum sinnaðist við Andy Halliday, liðsfélaga sinn, á æfingu.

Sjá einnig: Rangers sagði upp samningi Joey Barton

Þá er verið að rannsaka hvort að Barton hafi brotið reglur skoska knattspyrnusambandsins um veðmál.

Barton spilaði vel með Burnley á siðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að vinna ensku B-deildina. Hann var einnig valinn leikmaður ársins hjá félaginu.

Sean Dyche, stjóri Burnley, segir að Barton fái að æfa með liðinu til að koma sér í form en að ekkert sé ákveðið með framhaldið.

Enn fremur staðfesti hann að Barton sé ekki að æfa með aðalliði félagsins sem stendur.


Tengdar fréttir

Rangers sagði upp samningi Joey Barton

Vandræðagemlingurinn Joey Barton hefur spilað sinn síðasta leik fyrir skoska félagið Rangers en félagið ákvað í dag að segja upp samningi sínum við leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×