Viðskipti innlent

Lög um aflandskrónur standast reglur ESA

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslensk stjórnvöld brutu ekki reglur um EES samninginn með lögum um eign á aflandskrónum. Þetta er niðurstaða ESA sem hefur lokið athugunum á tveimur málum vegna tveggja kvartana sem bárust í júní. ESA telur lögin vera í samræmi við EES-samninginn.

„ESA telur meðferð íslenskra stjórnvalda á aflandskrónum til ráðstafana sem samræmast EES-samningnum. Markmið laganna er að skapa grundvöll fyrir frjálst flæði íslensku krónunnar, sem á endanum mun gera Íslandi kleift að taka á ný fullan þátt í frjálsum fjármagnsflutningum,“ segir Frank J. Büchel, sem situr í stjórn ESA.

Í tilkynningu á vef ESA segir að EES-samningurinn heimili EES-ríkjunum að grípa til verndarráðstafana ef þau glíma við greiðslujöfnunarvanda. Efnahags- og peningastefna ríkjanna getur í slíkum tilvikum miðað að því að yfirstíga efnahagsþrengingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×