Nýstárleg skáldsaga á traustum grunni Magnús Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2016 10:30 Bækur Passíusálmarnir Einar Kárason Útgefandi: Mál og menning Kápuhönnun: Alexandra Buhl / Forlagið Prentun: Oddi Fjöldi síðna: 211 Það eru vandfundnir þeir höfundar sem hafa til að bera viðlíka sagnagáfu og Einar Kárason þegar kemur að því að segja sögur af Íslendingum. Sérstaklega dálítið öðruvísi Íslendingum, þeim sem lifa og hrærast aðeins á jaðri hins hversdagslega lífs. Fólks með viðurnefni og sérvisku og með sögur í farteskinu. Persónur Einars eru svo ljóslifandi fyrir tilstilli mannlegra ágalla sinna, orðfæris og hegðunar að maður getur tæpast verið viss um hverjir voru eða eru til í raun og veru. Þær lifa á mörkum veruleika og skáldskapar og það er heillandi að fá að gægjast inn í þann heim. Í nýjustu bók Einars, Passíusálmarnir, snýr kunnugleg persóna úr galleríi skáldsins aftur á bók. Eyvindur Jónsson Stormur, úr skáldsögunni Stormur frá 2003, hefur sent rithöfundinum sínar athugasemdir og sýn á það sem Einar lýsti í þeirri bók og gripið til varnar fyrir persónu sína og sjónarmið. Utan um texta Storms fléttar svo Einar frásagnir og viðhorf fleiri kunnra persóna ásamt sinni hlið á kynnum sínum af þessum sérstæða karakter. „Þetta var ekki langt, þó kannski svona þriðjungur af meðalskáldsögu eins og þessari; það var reyndar skrifað á samskonar blöð og ég sjálfur nota og með sama letri, en það segir svo sem ekkert, þetta er mjög algengt hvoru tveggja. “ (Passíusálmarnir, bls. 7) Þetta hljómar kannski eilítið ruglingslega en er það engu að síður ekki, þvert á móti eru Passíusálmar Einars einkar þægileg og skemmtileg bók aflestrar. Frásögnin öll er svo vel byggð og haganlega fléttuð að meira að segja lesendur sem kunna að vera í þeirri ólíklegu stöðu að hafa aldrei lesið skáldsöguna um Storm þurfa ekkert að óttast. Þeir félagar Einar og Stormur taka líka fullt tillit til þeirra og vísa eftir þörfum í fyrri frásögn skáldsins. Passíusálmar Einars eru um margt ein hans frumlegasta og óvæntasta skáldsaga. En í senn er hún staðfesting á hversu föstum fótum Einar stendur í íslenskum sagnaheimi og skáldskaparlist. Augljósustu dæmin eru vísanir Storms í Passíusálma Hallgríms Péturssonar, en hann „nennir nú ekki að fara út í þá passíusálma“ þegar illa hentar og siðferðið er brostið. En sálmarnir eru jú undirstaða íslensks siðferðis í gegnum aldirnar. Í hina röndina heillast Stormur, fyrir tilstilli Einars, af Agli Skallagrímssyni sem er líkast til nafntogaðastur og virtastur íslenskra siðblindingja og skálda allt frá landnámsöld. Þannig lætur Einar bókmenntirnar ramma persónugerð og siðferði hins mælska og bráðskemmtilega en húðlata og sjálfhverfa Storms án minnstu fyrirhafnar. Þessi nálgun er líka einkar viðeigandi þar sem Einar er hér alls ekki að endurtaka leikinn frá því í Stormi frá 2003, heldur mun fremur að virkja persónur verksins til þess að eiga í ákveðinni samræðu um sagnalistina. Um hið rétta og sanna, sem verður alltaf með einum eða öðrum hætti þess sem ritar, og um líf og eðli frásagna. Hér er því líka á ferðinni skemmtileg skoðun á eðli skáldskaparlistarinnar og þess sérstaka sambands sem myndast á milli höfundar og persóna hans. Af þessum sökum eru Passíusálmar Einars kannski ekki alveg jafn frásagnardrifnir og kraftmikil bók og margt af hans bestu verkum. En það þarf þó ekki nokkur lesandi að óttast að láta sér leiðast í samneyti við sagnamanninn Einar og persónurnar hans.Niðurstaða: Bráðskemmtileg endurkoma Storms í nýstárlegri skáldsögu sem stendur engu að síður föstum fótum í íslenskri sagnahefð.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. nóvember. Bókmenntir Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Passíusálmarnir Einar Kárason Útgefandi: Mál og menning Kápuhönnun: Alexandra Buhl / Forlagið Prentun: Oddi Fjöldi síðna: 211 Það eru vandfundnir þeir höfundar sem hafa til að bera viðlíka sagnagáfu og Einar Kárason þegar kemur að því að segja sögur af Íslendingum. Sérstaklega dálítið öðruvísi Íslendingum, þeim sem lifa og hrærast aðeins á jaðri hins hversdagslega lífs. Fólks með viðurnefni og sérvisku og með sögur í farteskinu. Persónur Einars eru svo ljóslifandi fyrir tilstilli mannlegra ágalla sinna, orðfæris og hegðunar að maður getur tæpast verið viss um hverjir voru eða eru til í raun og veru. Þær lifa á mörkum veruleika og skáldskapar og það er heillandi að fá að gægjast inn í þann heim. Í nýjustu bók Einars, Passíusálmarnir, snýr kunnugleg persóna úr galleríi skáldsins aftur á bók. Eyvindur Jónsson Stormur, úr skáldsögunni Stormur frá 2003, hefur sent rithöfundinum sínar athugasemdir og sýn á það sem Einar lýsti í þeirri bók og gripið til varnar fyrir persónu sína og sjónarmið. Utan um texta Storms fléttar svo Einar frásagnir og viðhorf fleiri kunnra persóna ásamt sinni hlið á kynnum sínum af þessum sérstæða karakter. „Þetta var ekki langt, þó kannski svona þriðjungur af meðalskáldsögu eins og þessari; það var reyndar skrifað á samskonar blöð og ég sjálfur nota og með sama letri, en það segir svo sem ekkert, þetta er mjög algengt hvoru tveggja. “ (Passíusálmarnir, bls. 7) Þetta hljómar kannski eilítið ruglingslega en er það engu að síður ekki, þvert á móti eru Passíusálmar Einars einkar þægileg og skemmtileg bók aflestrar. Frásögnin öll er svo vel byggð og haganlega fléttuð að meira að segja lesendur sem kunna að vera í þeirri ólíklegu stöðu að hafa aldrei lesið skáldsöguna um Storm þurfa ekkert að óttast. Þeir félagar Einar og Stormur taka líka fullt tillit til þeirra og vísa eftir þörfum í fyrri frásögn skáldsins. Passíusálmar Einars eru um margt ein hans frumlegasta og óvæntasta skáldsaga. En í senn er hún staðfesting á hversu föstum fótum Einar stendur í íslenskum sagnaheimi og skáldskaparlist. Augljósustu dæmin eru vísanir Storms í Passíusálma Hallgríms Péturssonar, en hann „nennir nú ekki að fara út í þá passíusálma“ þegar illa hentar og siðferðið er brostið. En sálmarnir eru jú undirstaða íslensks siðferðis í gegnum aldirnar. Í hina röndina heillast Stormur, fyrir tilstilli Einars, af Agli Skallagrímssyni sem er líkast til nafntogaðastur og virtastur íslenskra siðblindingja og skálda allt frá landnámsöld. Þannig lætur Einar bókmenntirnar ramma persónugerð og siðferði hins mælska og bráðskemmtilega en húðlata og sjálfhverfa Storms án minnstu fyrirhafnar. Þessi nálgun er líka einkar viðeigandi þar sem Einar er hér alls ekki að endurtaka leikinn frá því í Stormi frá 2003, heldur mun fremur að virkja persónur verksins til þess að eiga í ákveðinni samræðu um sagnalistina. Um hið rétta og sanna, sem verður alltaf með einum eða öðrum hætti þess sem ritar, og um líf og eðli frásagna. Hér er því líka á ferðinni skemmtileg skoðun á eðli skáldskaparlistarinnar og þess sérstaka sambands sem myndast á milli höfundar og persóna hans. Af þessum sökum eru Passíusálmar Einars kannski ekki alveg jafn frásagnardrifnir og kraftmikil bók og margt af hans bestu verkum. En það þarf þó ekki nokkur lesandi að óttast að láta sér leiðast í samneyti við sagnamanninn Einar og persónurnar hans.Niðurstaða: Bráðskemmtileg endurkoma Storms í nýstárlegri skáldsögu sem stendur engu að síður föstum fótum í íslenskri sagnahefð.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. nóvember.
Bókmenntir Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira