Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í Costa Rica

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fellibylurinn Otto færist nú nær landi
Fellibylurinn Otto færist nú nær landi vísir/afp
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Costa Rica í Karíbahafinu þar sem fellibylurinn Otto færist nú nær landi. Þúsundir hafa verið látnar yfirgefa heimili sín við ströndina og hvetur forsetinn, Luis Guillermo Solís, fólk til að halda sig á öruggum svæðum og vera ekki á ferðinni að óþörfu.

Áður en hann skellur á Costa Rica mun hann að öllum líkindum ganga yfir Nicaragua og þar er einnig mikill viðbúnaður.

Stormurinn er afar seint á ferðinni miðað árstíma og raunar hafa fellibyljir aldrei í skráðri sögu skollið á Costa Rica.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×