NBA: Mjög mikil ást í fyrsta leikhluta og nýtt met | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Kevin Love var sjóheitur í nótt. Vísir/AP Kevin Love setti nýtt stigamet í fyrsta leikhluta í sigri Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og LeBron James var með þrennu. Golden State Warriors hélt sigurgöngu sinni áfram eins og hin efstu liðin í Vestrinu; Los Angeles Clippers, San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies.Kevin Love skoraði 34 af 40 stigum sínum í fyrsta leikhluta þegar Cleveland Cavaliers vann 137-125 sigur á Portland Trail Blazers. Love setti með þessu nýtt stigamet í fyrsta leikhluta í NBA og var jafnframt aðeins þremur stigum frá því að jafna met Klay Thompson í einum leikhluta frá 23. janúar 2015. Love hitti úr 11 af 14 skotum sínum í þessum ótrúlega fyrsta leikhluta þar af fóru 8 af 10 þriggja stiga skotum hans rétta leið. Cleveland-liðið setti nýtt félagsmet með tuttugu þristum. LeBron James var með þrennu í leiknum, þá 44. á NBA-ferlinum. James endaði leikinn með 31 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar en þetta var önnur þrenna hans á tímabilinu. Damian Lillard var með 40 stig og 11 stoðsendingar fyrir Portland Trail Blazers og Mason Plumlee skoraði 19 stig.Skytturnar þrjár voru í stuði í auðveldum 43 stiga sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers, 149-106. Stephen Curry var með 31 stig og 9 stoðsendingar á 29 mínútum en hann hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum, Kevin Durant skoraði 28 stig á 30 mínútum og Klay Thompson var með 26 stig á 24 mínútum. Ian Clark hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum og endaði með 21 stig á 18 mínútum en samanlagt var Golden State með 19 þrista úr aðeins 36 skotum (53 prósent). Skytturnar þrjár skoruðu 13 af þessum þriggja stiga skotum úr 23 skotum. Warriors-liðið hefur þar með unnið níu leiki í röð og 13 af 15 leikjum tímabilsins.Austin Rivers var með 22 stig fyrir Los Angeles Clippers í 124-104 útisigri á Dallas Mavericks. Chris Paul skoraði 18 stig og DeAndre Jordan var með 16 stig og 8 fráköst fyrir Clippers í uppgjöri efsta og neðsta liðs deildarinnar. Dirk Nowitzki var með 10 stig á 20 mínútum fyrir Dallas en hitti aðeins úr 3 af 10 skotum. Þjóðverjinn var að koma til baka eftir átta leikja fjarveru vegna hásinameiðsla.Kawhi Leonard skoraði 30 stig fyrir San Antonio Spurs í 119-114 sigri á Charlotte Hornets en þetta var sjöundi sigur Spurs-liðsins í röð. LaMarcus Aldridge var með 23 stig fyrir San Antonio og Danny Green skoraði 16 stig. San Antonio Spurs hefur þar með unnið alla átta útileiki tímabilsins. Kemba Walker var atkvæðamestur hjá Charlotte með 26 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Þetta var þriðja tap í röð en Hornets-liðið vann 8 af fyrstu 11 leikjum tímabilsins.Marc Gasol skoraði 27 stig og Mike Conley var með 25 stig þegar Memphis Grizzlies vann Philadelphia 76ers 104-99 eftir tvíframlengdan leik. Þetta var sjötti sigur Memphis í röð. Conley var einnig með 9 fráköst og 9 stoðsendingar fyrir Memphis sem lenti mest 11 stigum undir í seinni hálfleik en kom til baka.DeMarcus Cousins var með 36 stig og 13 fráköst þegar Sacramento Kings vann Oklahoma City Thunder 116-101. Russell Westbrook skilaði tonn af tölfræði annað kvöldið í röð en varð að sætta sig við tap alveg eins og í fyrrinótt. Westbrook var með 31 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar í nótt en 34 stig, 8 fráköst og 13 stoðsendingar kvöldið áður.Anthony Davis var með 45 stig og 10 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 117-96 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var þriðji 40 stiga leikur Davis á tímabilinu og fjórði sigurleikur Pelíkananna í röð.Isaiah Thomas skoraði 23 stig, Avery Bradley var með 22 stig og Al Horford bætti við 17 stigum þegar Boston Celtics vann Brooklyn Nets 111-92. Þetta var þriðji sigur Boston-liðsins í röð.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Los Angeles Lakers Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder New Orleans Pelicans - Minnesota Timberwolves 117-96 Utah Jazz - Denver Nuggets 108-83 Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 104-124 Houston Rockets - Toronto Raptors 102-115 Brooklyn Nets - Boston Celtics 92-111 Detroit Pistons - Miami Heat 107-84 Charlotte Hornets - San Antonio Spurs 114-119 Cleveland Cavaliers - Portland Trail Blazers 137-125 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 85-96 Orlando Magic - Phoenix Suns 87-92 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 99-104 (86-86) NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Kevin Love setti nýtt stigamet í fyrsta leikhluta í sigri Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og LeBron James var með þrennu. Golden State Warriors hélt sigurgöngu sinni áfram eins og hin efstu liðin í Vestrinu; Los Angeles Clippers, San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies.Kevin Love skoraði 34 af 40 stigum sínum í fyrsta leikhluta þegar Cleveland Cavaliers vann 137-125 sigur á Portland Trail Blazers. Love setti með þessu nýtt stigamet í fyrsta leikhluta í NBA og var jafnframt aðeins þremur stigum frá því að jafna met Klay Thompson í einum leikhluta frá 23. janúar 2015. Love hitti úr 11 af 14 skotum sínum í þessum ótrúlega fyrsta leikhluta þar af fóru 8 af 10 þriggja stiga skotum hans rétta leið. Cleveland-liðið setti nýtt félagsmet með tuttugu þristum. LeBron James var með þrennu í leiknum, þá 44. á NBA-ferlinum. James endaði leikinn með 31 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar en þetta var önnur þrenna hans á tímabilinu. Damian Lillard var með 40 stig og 11 stoðsendingar fyrir Portland Trail Blazers og Mason Plumlee skoraði 19 stig.Skytturnar þrjár voru í stuði í auðveldum 43 stiga sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers, 149-106. Stephen Curry var með 31 stig og 9 stoðsendingar á 29 mínútum en hann hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum, Kevin Durant skoraði 28 stig á 30 mínútum og Klay Thompson var með 26 stig á 24 mínútum. Ian Clark hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum og endaði með 21 stig á 18 mínútum en samanlagt var Golden State með 19 þrista úr aðeins 36 skotum (53 prósent). Skytturnar þrjár skoruðu 13 af þessum þriggja stiga skotum úr 23 skotum. Warriors-liðið hefur þar með unnið níu leiki í röð og 13 af 15 leikjum tímabilsins.Austin Rivers var með 22 stig fyrir Los Angeles Clippers í 124-104 útisigri á Dallas Mavericks. Chris Paul skoraði 18 stig og DeAndre Jordan var með 16 stig og 8 fráköst fyrir Clippers í uppgjöri efsta og neðsta liðs deildarinnar. Dirk Nowitzki var með 10 stig á 20 mínútum fyrir Dallas en hitti aðeins úr 3 af 10 skotum. Þjóðverjinn var að koma til baka eftir átta leikja fjarveru vegna hásinameiðsla.Kawhi Leonard skoraði 30 stig fyrir San Antonio Spurs í 119-114 sigri á Charlotte Hornets en þetta var sjöundi sigur Spurs-liðsins í röð. LaMarcus Aldridge var með 23 stig fyrir San Antonio og Danny Green skoraði 16 stig. San Antonio Spurs hefur þar með unnið alla átta útileiki tímabilsins. Kemba Walker var atkvæðamestur hjá Charlotte með 26 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Þetta var þriðja tap í röð en Hornets-liðið vann 8 af fyrstu 11 leikjum tímabilsins.Marc Gasol skoraði 27 stig og Mike Conley var með 25 stig þegar Memphis Grizzlies vann Philadelphia 76ers 104-99 eftir tvíframlengdan leik. Þetta var sjötti sigur Memphis í röð. Conley var einnig með 9 fráköst og 9 stoðsendingar fyrir Memphis sem lenti mest 11 stigum undir í seinni hálfleik en kom til baka.DeMarcus Cousins var með 36 stig og 13 fráköst þegar Sacramento Kings vann Oklahoma City Thunder 116-101. Russell Westbrook skilaði tonn af tölfræði annað kvöldið í röð en varð að sætta sig við tap alveg eins og í fyrrinótt. Westbrook var með 31 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar í nótt en 34 stig, 8 fráköst og 13 stoðsendingar kvöldið áður.Anthony Davis var með 45 stig og 10 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 117-96 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var þriðji 40 stiga leikur Davis á tímabilinu og fjórði sigurleikur Pelíkananna í röð.Isaiah Thomas skoraði 23 stig, Avery Bradley var með 22 stig og Al Horford bætti við 17 stigum þegar Boston Celtics vann Brooklyn Nets 111-92. Þetta var þriðji sigur Boston-liðsins í röð.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Los Angeles Lakers Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder New Orleans Pelicans - Minnesota Timberwolves 117-96 Utah Jazz - Denver Nuggets 108-83 Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 104-124 Houston Rockets - Toronto Raptors 102-115 Brooklyn Nets - Boston Celtics 92-111 Detroit Pistons - Miami Heat 107-84 Charlotte Hornets - San Antonio Spurs 114-119 Cleveland Cavaliers - Portland Trail Blazers 137-125 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 85-96 Orlando Magic - Phoenix Suns 87-92 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 99-104 (86-86)
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira