Hafa slitið stjórnarviðræðunum Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2016 17:41 Búið er að slíta stjórnarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þetta var niðurstaða formanna flokkanna á fundi þeirra klukkan fimm í Alþingishúsinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði við fréttastofu rétt í þessu að hún væri ekki búin að gera upp við sig hvort hún skili stjórnarmyndunarumboðinu. Sagðist hún ætla að þingflokksfund og sofa síðan á ákvörðuninni. Lengst var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna varðandi fjármál ríkisins. Katrín sagði við fréttastofu eftir fundinn að 30 manns úr fimm flokkum hefðu fundað undanfarna daga og farið yfir málefnin. Sagði Katrín þá fundi hafa verið mjög góða og fært þessa fimm flokka nær hver öðrum. Hún sagði hins vegar ljóst að ekki hafi allir flokkar sannfæringu fyrir því að halda þessu verkefni áfram. „Og ég hef því ákveðið að þessum viðræðum sé lokið,“ sagði Katrín sem upplýsti forseta Íslands um þessa stöðu fyrir fund sinn með formönnunum klukkan fimm. Hún sagði að það liggi fyrir að málefnalega hafi verið lengst á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Hún sagði að hún muni vafalaust ræða við forsetann á morgun um stöðu mála. Þangað til ætlar hún að ræða við þingflokk sinn og sofa á málinu. „Auðvitað eru þetta vonbrigði,“ svaraði Katrín þegar hún var beðin um að lýsa tilfinningum sínum gagnvart þessari niðurstöðu. Hún sagðist hafa farið inn í þessari viðræður af heilum hug og finnst leiðinlegt hvernig fór. „Í morgun lagði ég ríka áherslu á það við aðra formenn að við myndum tala mjög skýrt um það hvort við hefðum sannfæringu fyrir því að halda áfram, halda áfram í að ljúka myndun ríkisstjórnar. Hefðum sannfæringu fyrir því að starfa saman sem ríkisstjórn. Formennirnir fóru inn í sína flokka og fóru yfir þessi mál og þá liggur fyrir að sú sannfæring er ekki nógu mikil til að halda áfram.“ Kosningar 2016 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Búið er að slíta stjórnarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þetta var niðurstaða formanna flokkanna á fundi þeirra klukkan fimm í Alþingishúsinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði við fréttastofu rétt í þessu að hún væri ekki búin að gera upp við sig hvort hún skili stjórnarmyndunarumboðinu. Sagðist hún ætla að þingflokksfund og sofa síðan á ákvörðuninni. Lengst var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna varðandi fjármál ríkisins. Katrín sagði við fréttastofu eftir fundinn að 30 manns úr fimm flokkum hefðu fundað undanfarna daga og farið yfir málefnin. Sagði Katrín þá fundi hafa verið mjög góða og fært þessa fimm flokka nær hver öðrum. Hún sagði hins vegar ljóst að ekki hafi allir flokkar sannfæringu fyrir því að halda þessu verkefni áfram. „Og ég hef því ákveðið að þessum viðræðum sé lokið,“ sagði Katrín sem upplýsti forseta Íslands um þessa stöðu fyrir fund sinn með formönnunum klukkan fimm. Hún sagði að það liggi fyrir að málefnalega hafi verið lengst á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Hún sagði að hún muni vafalaust ræða við forsetann á morgun um stöðu mála. Þangað til ætlar hún að ræða við þingflokk sinn og sofa á málinu. „Auðvitað eru þetta vonbrigði,“ svaraði Katrín þegar hún var beðin um að lýsa tilfinningum sínum gagnvart þessari niðurstöðu. Hún sagðist hafa farið inn í þessari viðræður af heilum hug og finnst leiðinlegt hvernig fór. „Í morgun lagði ég ríka áherslu á það við aðra formenn að við myndum tala mjög skýrt um það hvort við hefðum sannfæringu fyrir því að halda áfram, halda áfram í að ljúka myndun ríkisstjórnar. Hefðum sannfæringu fyrir því að starfa saman sem ríkisstjórn. Formennirnir fóru inn í sína flokka og fóru yfir þessi mál og þá liggur fyrir að sú sannfæring er ekki nógu mikil til að halda áfram.“
Kosningar 2016 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira