Erlent

Sjávarbotninn hækkaði í jarðskjálfta

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjávarbotninn lyftist upp víða.
Sjávarbotninn lyftist upp víða. Vísir/AFP
Stór jarskjálfti sem reið yfir á Nýja-Sjálandi í síðustu viku virðist hafa breytt landslaginu þar. Þá sérstaklega í Waipapa flóa þar sem stór hluti sjávarbotnsins hækkaði um nokkra metra og er nú á þurru.

Þá koma nú loftbólur upp í gegnum sjóinn á stóru svæði, sem voru ekki þar áður. Jarðskjálftinn var 7,8 stig.

Á meðfylgjandi myndböndum má sjá vísindamanninn Kevin Berryman skoða svæðið þar sem sjávarbotninn hækkaði, en hækkunin náði allt að sex metrum. Fiskar og önnur dýr eru dáin á víð og dreif um rifið þar sem breytingin varð á mjög miklum hraða.

Einnig má sjá viðtali við einn af mönnunum sem urðu fyrst varir við loftbólurnar í sjónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×