Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 65-54 | Stelpurnar unnu þær portúgölsku og hafna í þriðja sæti Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöllinni skrifar 23. nóvember 2016 21:30 Íslensku stelpurnar fagna. Vísir/Ernir Ísland vann góðan sigur á Portúgal, 65-54, í undankeppni EM kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti riðilsins sem gæti reynst þeim dýrmætt fyrir næstu undankeppni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalshöll í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Portúgalar voru betri til að byrja með og komust strax í 4-1 og akkúrat ekkert gekk upp sóknarlega hjá íslenska liðinu fyrstu fjórar mínútur leiksins. Ingunn Embla setti þá niður þrist upp úr engu og jafnaði metin 4-4. Portúgal komst því næst strax í 8-4 og var liðið heilt yfir töluvert sterkari aðilinn í fyrsta leikhlutanum. Staðan eftir tíu mínútna leik var 14-6 fyrir Portúgal. Gestirnir ekki að finna sig almennilega en frammistaða íslenska liðsins var einfaldlega því mun verri. Sóknarleikur íslenska liðins fór að ganga örlítið betur í upphafi annars leikhluta og voru stigin að detta. Ekki leið langur tími þar til staðan var orðin 20-17 fyrir Portúgal og heimastúlkur að spila mun betur en í fyrsta leikhlutanum. Varnarleikurinn batnaði til muna og boltinn fékk að ganga töluvert betur í sókninni. Stelpurnar fóru síðan bara að setja skotin niður. Ungur leikmaður að nafni Hallveig Jónsdóttir fór á kostum undir lok fyrri hálfleiksins og skoraði hún sjö stig á rúmlega einni mínútu og var staðan í hálfleik óvænt 31-29. Ísland skoraði fimm fyrstu stigin í síðari hálfleiknum og breyttu stöðunni í 36-29. Íslendingar héldu áfram að bæta sinn leik og var frammistaða liðsins heilt yfir frábær í þriðja leikhlutanum. Liðið náði mest tíu stiga forskoti en gestirnir settu í fimmta gírinn undir lok leikhlutans og var staðan 49-43 fyrir lokaleikhlutann. Síðasti leikhlutinn var mjög spennandi og þegar 2:30 mínútur voru eftir af leiknum hafði Portúgal minnkað muninn niður í fimm stig eftir að Íslands komst tíu stigum yfir. Íslenska liðið var ákveðnara undir lok leiksins og náði að lokum að vinna frábæran sigur, 65-54. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir var mjög góð í íslenska liðinu en hún skoraði 16 stig og spilaði virkilega góðan varnarleik. Liðið hafnar því í þriðja sæti riðilsins og gæti það verið gott þegar dregið verður næst í riðla. Sigrún Sjöfn: Urðum að girða okkur í brók „Við spiluðum virkilega illa út í Slóvakíu og það var í rauninni ekkert annað í boði en að girða sig í brók og spila almennilega í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn. „Þegar við mættum Portúgal í fyrra töpuðum við með tólf stigum og við bara spiluðum virkilega illa þá. Við vissum því að við áttum bullandi séns í kvöld og með ágætum eða góðum leik myndum við vinna þær.“ Sigrún segir að liðið hafi því mætt í þennan leik með mikið sjálfstraust. „Við byrjuðum leikinn svolítið hikandi og voru óöruggar á köflum. Í síðari hálfleiknum keyrðum við bara meira í bakið á þeim og pössuðum að vörnin myndi halda vel. Í hvert skipti sem við keyrðum svona í bakið á þeim fengu þær dæmda á sig villu og því héldum við því bara áfram.“ Sigrún segir að íslenska kvennalandsliðið sé á mikilli uppleið. „Það er okkar markmið að komast á Eurobasket árið 2021, og ég tel það vera mjög raunhæft. Við þurfum bara að vera duglegar að reyna bæta okkur og reyna alltaf að koma okkur inn á þetta mót.“Ívar: Mjög ánægður með allt liðið „Við vorum of ragar með að sækja inn á körfuna til að byrja með og fór spilið okkar bara fram fyrir utan þriggja stigu línuna,“ segir Ívar Ásgrímsson, landsiðsþjálfari eftir sigurinn í kvöld. „Um leið og stelpurnar byrjuðu að hitta í körfuna, þá kom sjálfstraustið og við fórum að sækja meira og urðum grimmari,“ segir Ívar sem var búinn að undirbúa íslenska liðið fyrir andstæðing sem væri ekki með svo góða skotmenn fyrir utan þriggja stiga línuna. „Þær eru mjög góðar inni í teig og eru með tvær stórar undir körfunni sem við reyndum að loka á. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld og að leikmenn liðsins hafi alltaf haldið stöðu.“ Ívar segist vera heilt yfir ánægður með liðið og sérstaklega ungu leikmennina sem komu inn. „Vonandi á þetta þriðja sæti eftir að skila okkar upp um styrkleika og þá er möguleiki á að fá aðeins léttari andstæðinga í næsta undanriðli. Ég bara veit ekki hvernig það er, það fer eftir því hvernig aðrir leikir fara í riðlakeppninni.“Ívar messar yfir sínum stúlkum.vísir/ernirSigrún Sjöfn var stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig.vísir/ernir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Ísland vann góðan sigur á Portúgal, 65-54, í undankeppni EM kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti riðilsins sem gæti reynst þeim dýrmætt fyrir næstu undankeppni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalshöll í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Portúgalar voru betri til að byrja með og komust strax í 4-1 og akkúrat ekkert gekk upp sóknarlega hjá íslenska liðinu fyrstu fjórar mínútur leiksins. Ingunn Embla setti þá niður þrist upp úr engu og jafnaði metin 4-4. Portúgal komst því næst strax í 8-4 og var liðið heilt yfir töluvert sterkari aðilinn í fyrsta leikhlutanum. Staðan eftir tíu mínútna leik var 14-6 fyrir Portúgal. Gestirnir ekki að finna sig almennilega en frammistaða íslenska liðsins var einfaldlega því mun verri. Sóknarleikur íslenska liðins fór að ganga örlítið betur í upphafi annars leikhluta og voru stigin að detta. Ekki leið langur tími þar til staðan var orðin 20-17 fyrir Portúgal og heimastúlkur að spila mun betur en í fyrsta leikhlutanum. Varnarleikurinn batnaði til muna og boltinn fékk að ganga töluvert betur í sókninni. Stelpurnar fóru síðan bara að setja skotin niður. Ungur leikmaður að nafni Hallveig Jónsdóttir fór á kostum undir lok fyrri hálfleiksins og skoraði hún sjö stig á rúmlega einni mínútu og var staðan í hálfleik óvænt 31-29. Ísland skoraði fimm fyrstu stigin í síðari hálfleiknum og breyttu stöðunni í 36-29. Íslendingar héldu áfram að bæta sinn leik og var frammistaða liðsins heilt yfir frábær í þriðja leikhlutanum. Liðið náði mest tíu stiga forskoti en gestirnir settu í fimmta gírinn undir lok leikhlutans og var staðan 49-43 fyrir lokaleikhlutann. Síðasti leikhlutinn var mjög spennandi og þegar 2:30 mínútur voru eftir af leiknum hafði Portúgal minnkað muninn niður í fimm stig eftir að Íslands komst tíu stigum yfir. Íslenska liðið var ákveðnara undir lok leiksins og náði að lokum að vinna frábæran sigur, 65-54. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir var mjög góð í íslenska liðinu en hún skoraði 16 stig og spilaði virkilega góðan varnarleik. Liðið hafnar því í þriðja sæti riðilsins og gæti það verið gott þegar dregið verður næst í riðla. Sigrún Sjöfn: Urðum að girða okkur í brók „Við spiluðum virkilega illa út í Slóvakíu og það var í rauninni ekkert annað í boði en að girða sig í brók og spila almennilega í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir leikinn. „Þegar við mættum Portúgal í fyrra töpuðum við með tólf stigum og við bara spiluðum virkilega illa þá. Við vissum því að við áttum bullandi séns í kvöld og með ágætum eða góðum leik myndum við vinna þær.“ Sigrún segir að liðið hafi því mætt í þennan leik með mikið sjálfstraust. „Við byrjuðum leikinn svolítið hikandi og voru óöruggar á köflum. Í síðari hálfleiknum keyrðum við bara meira í bakið á þeim og pössuðum að vörnin myndi halda vel. Í hvert skipti sem við keyrðum svona í bakið á þeim fengu þær dæmda á sig villu og því héldum við því bara áfram.“ Sigrún segir að íslenska kvennalandsliðið sé á mikilli uppleið. „Það er okkar markmið að komast á Eurobasket árið 2021, og ég tel það vera mjög raunhæft. Við þurfum bara að vera duglegar að reyna bæta okkur og reyna alltaf að koma okkur inn á þetta mót.“Ívar: Mjög ánægður með allt liðið „Við vorum of ragar með að sækja inn á körfuna til að byrja með og fór spilið okkar bara fram fyrir utan þriggja stigu línuna,“ segir Ívar Ásgrímsson, landsiðsþjálfari eftir sigurinn í kvöld. „Um leið og stelpurnar byrjuðu að hitta í körfuna, þá kom sjálfstraustið og við fórum að sækja meira og urðum grimmari,“ segir Ívar sem var búinn að undirbúa íslenska liðið fyrir andstæðing sem væri ekki með svo góða skotmenn fyrir utan þriggja stiga línuna. „Þær eru mjög góðar inni í teig og eru með tvær stórar undir körfunni sem við reyndum að loka á. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld og að leikmenn liðsins hafi alltaf haldið stöðu.“ Ívar segist vera heilt yfir ánægður með liðið og sérstaklega ungu leikmennina sem komu inn. „Vonandi á þetta þriðja sæti eftir að skila okkar upp um styrkleika og þá er möguleiki á að fá aðeins léttari andstæðinga í næsta undanriðli. Ég bara veit ekki hvernig það er, það fer eftir því hvernig aðrir leikir fara í riðlakeppninni.“Ívar messar yfir sínum stúlkum.vísir/ernirSigrún Sjöfn var stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig.vísir/ernir
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira