Ýmsar kenningar um upphaf Black Friday Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 15:45 Mikið öngþveiti skapast oft á svörtum föstudegi. vísir/epa Ýmsar sögur hafa verið á kreiki um upphaf svarta föstudagsins svonefnda, eða Black Friday, líkt og hann kallast á ensku. Engin haldbær skýring er þó á því hvaðan dagurinn er upprunninn, að sögn Kristins Helga Magnússonar Schram, lektors í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Næstkomandi föstudagur, dagurinn sem fjölmargar verslanir halda hátíðlegan, á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en hefur undanfarin ár náð fótfestu hér á landi, og er líklega kominn til að vera. Verslanir bjóða á þessum degi upp á afslátt af vörum sínum en í Bandaríkjunum markar þessi dagur upphaf jólavertíðarinnar.Þrælahald, bókhald og reiðir lögreglumenn algengar skýringar „Það eru margar þjóðsögur um hvernig dagurinn varð til í Bandaríkjunum. Ein er sú að þetta hafi verið dagur þar sem þrælahaldarar seldu þræla sína með afslætti til plantekrueigenda. Önnur skýring er sú að þetta sé dagur þar sem kaupmenn komast loksins úr tapi í gróða yfir fjárhagsárið, þ.e komist úr rauðu yfir í svart,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Þessar skýringar telur hann hins vegar rangar. „Líklegasta skýringin er sú að þetta sé heiti yfir það sem lögreglumenn á austurströnd Bandaríkjanna notuðu til að lýsa þessum fyrsta degi eftir þakkargjörðina. Þá var algengt að fólk hringdi sig inn veikt í vinnu og fengi þannig langa helgi. Þá færi það niður í bæ en við það sköpuðust miklar umferðarteppur í miðbænum og lögreglumenn kölluðu þetta svartan föstudag til að lýsa þessum vandræðum sem fólust í því að stjórna umferðaröngþveiti. Þetta hefur líklega verið á sjötta áratugnum eða snemma á sjöunda áratugnum.“Hefðirnar flestar neysludrifnar Kristinn segir mörg dæmi um það að kaupmenn reyni að innleiða sérstaka hátíðardaga inn í samfélag sitt. Dæmi um það sé Valentínusardagurinn sem þó hefur ekki náð að skjóta eins föstum rótum í íslenskt samfélag og til dæmis hrekkjavaka eða svartur föstudagur. Þessir dagar eiga það flestir sameiginlegt að vera drifnir áfram að neyslumiðuðum hefðum. „Það eru margir dagar sem eru svona neysludrifnir og ríma við þessa ímynd þjóðarinnar af neysluglöðu samfélagi. Það er þó að nokkru leyti í andstöðu við þá ímynd sem farið var að bera meira á á eftirhrunsárunum um að við værum í ákveðnu afturhaldi til neyslugrannra tíma og sjálfbærni og sjálfþurftarbúskapar, en mér skilst að einkaneyslan sé að aukast töluvert,“ segir Kristinn. Svartur föstudagur, Valentínusardagur og hrekkjavaka eru þeir dagar sem hafa náð hvað best inn í íslenskt samfélag, en þeir eru allir frá Bandaríkjunum komnir. Kristinn segir erfitt að segja til um hvers vegna Íslendingar leiti frekar til Bandaríkjanna en annarra landa, en Bretar halda upp á svokallaðan Boxing day, sem er sambærilegur svörtum föstudegi, en haldinn annan í jólum. „Það er alltaf ákveðið flæði á milli hefða erlendis og á Íslandi og það er kannski erfitt að afmarka hátíðir mjög sérstaklega við þjóðerni og séríslenska daga. Ég held að við megum alveg búast við hreyfingu á því. Suma hátíðardaga mótum við meira staðbundið.“ Kristinn segir þessar hefðir ekki hafa haft marktæk áhrif á séríslenskar hefðir, líkt og öskudag, en að þær breytist alltaf í tímanna rás. „Það hefur alltaf verið hreyfing á hefðum á milli landa og þær hefðir sem við lítum á sem séríslenskar eiga sér margar hliðstæður erlendis og hátíðardagar koma og fara með aukinni alþjóðavæðingu og auknum samskiptum.“Dagurinn að detta úr tísku Black Friday er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna. Oftar en ekki kemur fólk sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun, og dæmi eru um að mikill æsingur myndist þegar verslanirnar loks opna. Nýjustu fregnir frá Bandaríkjunum herma þó að dagurinn sé að missa sess sinn meðal bandarískra neytenda, en á síðasta ári fóru 102 milljónir manna í verslanir þessa stóru verslunarhelgi, og hafði þá fækkað um rúmlega 40 milljónir frá 2012. Þróunin virðist vera að fólk versli jafn mikið fyrir jólin, en sé ekki að draga innkaupin fram á svartan föstudag, og að það versli í auknum mæli á netinu. Talið er að samanlagt 137,4 milljónir manna í Bandaríkjunum muni versla í búðum og á netinu um þakkargjörðarhelgina. Það er tveggja milljóna manna fjölgun milli ára. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ýmsar sögur hafa verið á kreiki um upphaf svarta föstudagsins svonefnda, eða Black Friday, líkt og hann kallast á ensku. Engin haldbær skýring er þó á því hvaðan dagurinn er upprunninn, að sögn Kristins Helga Magnússonar Schram, lektors í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Næstkomandi föstudagur, dagurinn sem fjölmargar verslanir halda hátíðlegan, á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en hefur undanfarin ár náð fótfestu hér á landi, og er líklega kominn til að vera. Verslanir bjóða á þessum degi upp á afslátt af vörum sínum en í Bandaríkjunum markar þessi dagur upphaf jólavertíðarinnar.Þrælahald, bókhald og reiðir lögreglumenn algengar skýringar „Það eru margar þjóðsögur um hvernig dagurinn varð til í Bandaríkjunum. Ein er sú að þetta hafi verið dagur þar sem þrælahaldarar seldu þræla sína með afslætti til plantekrueigenda. Önnur skýring er sú að þetta sé dagur þar sem kaupmenn komast loksins úr tapi í gróða yfir fjárhagsárið, þ.e komist úr rauðu yfir í svart,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Þessar skýringar telur hann hins vegar rangar. „Líklegasta skýringin er sú að þetta sé heiti yfir það sem lögreglumenn á austurströnd Bandaríkjanna notuðu til að lýsa þessum fyrsta degi eftir þakkargjörðina. Þá var algengt að fólk hringdi sig inn veikt í vinnu og fengi þannig langa helgi. Þá færi það niður í bæ en við það sköpuðust miklar umferðarteppur í miðbænum og lögreglumenn kölluðu þetta svartan föstudag til að lýsa þessum vandræðum sem fólust í því að stjórna umferðaröngþveiti. Þetta hefur líklega verið á sjötta áratugnum eða snemma á sjöunda áratugnum.“Hefðirnar flestar neysludrifnar Kristinn segir mörg dæmi um það að kaupmenn reyni að innleiða sérstaka hátíðardaga inn í samfélag sitt. Dæmi um það sé Valentínusardagurinn sem þó hefur ekki náð að skjóta eins föstum rótum í íslenskt samfélag og til dæmis hrekkjavaka eða svartur föstudagur. Þessir dagar eiga það flestir sameiginlegt að vera drifnir áfram að neyslumiðuðum hefðum. „Það eru margir dagar sem eru svona neysludrifnir og ríma við þessa ímynd þjóðarinnar af neysluglöðu samfélagi. Það er þó að nokkru leyti í andstöðu við þá ímynd sem farið var að bera meira á á eftirhrunsárunum um að við værum í ákveðnu afturhaldi til neyslugrannra tíma og sjálfbærni og sjálfþurftarbúskapar, en mér skilst að einkaneyslan sé að aukast töluvert,“ segir Kristinn. Svartur föstudagur, Valentínusardagur og hrekkjavaka eru þeir dagar sem hafa náð hvað best inn í íslenskt samfélag, en þeir eru allir frá Bandaríkjunum komnir. Kristinn segir erfitt að segja til um hvers vegna Íslendingar leiti frekar til Bandaríkjanna en annarra landa, en Bretar halda upp á svokallaðan Boxing day, sem er sambærilegur svörtum föstudegi, en haldinn annan í jólum. „Það er alltaf ákveðið flæði á milli hefða erlendis og á Íslandi og það er kannski erfitt að afmarka hátíðir mjög sérstaklega við þjóðerni og séríslenska daga. Ég held að við megum alveg búast við hreyfingu á því. Suma hátíðardaga mótum við meira staðbundið.“ Kristinn segir þessar hefðir ekki hafa haft marktæk áhrif á séríslenskar hefðir, líkt og öskudag, en að þær breytist alltaf í tímanna rás. „Það hefur alltaf verið hreyfing á hefðum á milli landa og þær hefðir sem við lítum á sem séríslenskar eiga sér margar hliðstæður erlendis og hátíðardagar koma og fara með aukinni alþjóðavæðingu og auknum samskiptum.“Dagurinn að detta úr tísku Black Friday er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna. Oftar en ekki kemur fólk sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun, og dæmi eru um að mikill æsingur myndist þegar verslanirnar loks opna. Nýjustu fregnir frá Bandaríkjunum herma þó að dagurinn sé að missa sess sinn meðal bandarískra neytenda, en á síðasta ári fóru 102 milljónir manna í verslanir þessa stóru verslunarhelgi, og hafði þá fækkað um rúmlega 40 milljónir frá 2012. Þróunin virðist vera að fólk versli jafn mikið fyrir jólin, en sé ekki að draga innkaupin fram á svartan föstudag, og að það versli í auknum mæli á netinu. Talið er að samanlagt 137,4 milljónir manna í Bandaríkjunum muni versla í búðum og á netinu um þakkargjörðarhelgina. Það er tveggja milljóna manna fjölgun milli ára.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira