Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 34-29 | Sjötti sigur Hauka í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ásvöllum skrifar 23. nóvember 2016 21:30 Janus Daði Smárason í leik með Haukum á móti Val. Vísir/Ernir Haukar lögðu Val 34-29 í þréttándu umferð Olís-deildar karla í handbolta á heimavelli í kvöld. Haukar léku frábærlega í fyrri hálfleik gegn hálf andlausu liði Vals. Haukar voru 19-13 yfir í hálfleik og gat liðið hreinlega skorað að vild í hálfleiknum. Þó Haukar hafi skorað fyrsta mark seinni hálfleiks var ekki sama ákefð í leik liðsins í seinni hálfleik en að sama skapi fóru Valsmenn loksins að láta finna fyrir sér og unnu forskotið upp jafnt og þétt þar til munaði aðeins einu marki þegar fimm mínútur rúmlega voru eftir af leiknum. Haukar skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins og tryggðu sér þar með sjötta sigur sinn í röð en þetta var aðeins annað tap Vals í níu leikjum. Guðmundur Árni Ólafsson hægri hornamaður Hauka fór mikinn í leiknum og skoraði 11 mörk. Daníel Þór Ingason fór einnig illa með sína gömlu félaga. Heimir Óli Heimisson fór mikinn á lokakaflanum og Janus Daði Smárason var drjúgur að leika félaga sína uppi þó hann hafi oft leikið betur sóknarlega. Josip Juric og Anton Rúnarsson fóru fremstir í flokki þegar Valur vann upp forskot Hauka með mörgum góðum mörkum. Haukar eru nú í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Aftureldingu sem á leik til góða. Valur er tveimur stigum á eftir Haukum og á einnig leik inni. Janus Daði: Mikilvægt að ná fimm marka sigrinum„Við dettum kannski full mikið á sjálfsstýringu og þá erum við ekki nógu góður og þá söxuðu þeir á okkur,“ sagði Janus Daði Smárason leikstjórnandi Hauka aðspurður af hverju Haukar gerðu leikinn spennandi. „Við erum góðir í fyrri og þá fá þeir ekki mikið í bakið á okkur. Það datt aðeins botninn úr sóknarleiknum á kafla í seinni hálfleik. Við þurfum aðeins að skoða það. „Við höfum lent í þessu áður. Þetta var aðeins afturför frá því sem hefur verið í síðustu leikjum. En það var mikilvægt að ná fimm marka sigrinum,“ sagði Janus. Valur vann fyrri viðureign liðanna með fjórum mörkum en Hauka unnu leikinn í kvöld með fimm. Haukar eru því með betri innbyrðis árangur verði liðin jöfn að stigum en liðin eiga þó eftir að mætast einu sinni til viðbótar í deildarkeppninni. „Við fórum yfir þetta leikhléinu í lokin. Þá höfðum við að einhverju að stefna að lokin þegar leikurinn var í rauninni búinn. „Ég klikkaði reyndar úr skotinu en við fengum hraðaupphlaup í lokin.“ Haukar hafa nú unnið sex leiki í röð og leikið að mestu leyti mjög vel í þeim leikjum og þá sérstaklega í þremur leikjunum á undan þessum. „Fyrri hálfleikurinn var góður. En það vantaði þennan neista sem hefur einkennt okkur síðustu þrjá leiki í seinni hálfleik. Valsmenn voru góðir á móti. „Við hættum að standa á hendurnar á þeim og þeir settu hann þá bara í skeytin. Við fengum tvær góðar varnir í lokin og það vann leikinn í rauninni fyrir okkur,“ sagði Janus. Anton: Fráköstin duttu þeirra megin„Menn þurfa ekki mikið til að gíra sig upp fyrir toppslag á móti Haukum. Þetta er alvöru leikur og ég hélt að menn myndu mæta 100% gíraðir,“ sagði Anton Rúnarsson skytta Vals aðspurður af hverju Valsmenn virtust mæta andlausir til leiks í kvöld. „Mér fannst við vera einu skrefi eftir á varnarlega. Við náum ekki að klukka þá nógu mikið og erum komnir með tvö fríköst eftir 16 mínútur. Það dugar ekki í svona leik. Það þarf að mæta 100% í svona leik. „Það var munurinn. Varnarleikurinn okkar á móti þeirra varnarleik,“ sagði Anton. Valsmenn sýna mikinn karakter og þrautseigju þegar liðið nær að minnka forystu Hauka niður í eitt mark þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. „Þetta var frábær karakter og vel gert. Þetta var að smella hjá okkur en svo duttu fráköstin þeirra megin og þeir koma þessu í tvö. Þá var þetta orðið þungt eftir að hafa elt allan leikinn.“ Valur lék í Evrópukeppni um helgina en Anton vildi ekki meina að þreyta hafi setið í liðinu undir lokin. „Menn eru í þessu til að spila. Ég held að allir vilja spila sem flesta leiki þó við séum að spila þrjá leiki á viku. Þetta er það sem við lifum fyrir. „Þetta var hörku leikur og vel tekið á því allan leikinn. Sumir eru þreyttari en aðrir.“ „Við spiluðum vel í sókninni og vörnin var góð á köflum. Ég hefði viljað hafa hana aðeins betri í dag og þá er ég sannfærður um að við hefðum tekið þá. Þeir hittu líka á góðan dag og hafa verið á góðu skriði. Það má ekki gleyma því,“ sagði Anton að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Haukar lögðu Val 34-29 í þréttándu umferð Olís-deildar karla í handbolta á heimavelli í kvöld. Haukar léku frábærlega í fyrri hálfleik gegn hálf andlausu liði Vals. Haukar voru 19-13 yfir í hálfleik og gat liðið hreinlega skorað að vild í hálfleiknum. Þó Haukar hafi skorað fyrsta mark seinni hálfleiks var ekki sama ákefð í leik liðsins í seinni hálfleik en að sama skapi fóru Valsmenn loksins að láta finna fyrir sér og unnu forskotið upp jafnt og þétt þar til munaði aðeins einu marki þegar fimm mínútur rúmlega voru eftir af leiknum. Haukar skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins og tryggðu sér þar með sjötta sigur sinn í röð en þetta var aðeins annað tap Vals í níu leikjum. Guðmundur Árni Ólafsson hægri hornamaður Hauka fór mikinn í leiknum og skoraði 11 mörk. Daníel Þór Ingason fór einnig illa með sína gömlu félaga. Heimir Óli Heimisson fór mikinn á lokakaflanum og Janus Daði Smárason var drjúgur að leika félaga sína uppi þó hann hafi oft leikið betur sóknarlega. Josip Juric og Anton Rúnarsson fóru fremstir í flokki þegar Valur vann upp forskot Hauka með mörgum góðum mörkum. Haukar eru nú í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Aftureldingu sem á leik til góða. Valur er tveimur stigum á eftir Haukum og á einnig leik inni. Janus Daði: Mikilvægt að ná fimm marka sigrinum„Við dettum kannski full mikið á sjálfsstýringu og þá erum við ekki nógu góður og þá söxuðu þeir á okkur,“ sagði Janus Daði Smárason leikstjórnandi Hauka aðspurður af hverju Haukar gerðu leikinn spennandi. „Við erum góðir í fyrri og þá fá þeir ekki mikið í bakið á okkur. Það datt aðeins botninn úr sóknarleiknum á kafla í seinni hálfleik. Við þurfum aðeins að skoða það. „Við höfum lent í þessu áður. Þetta var aðeins afturför frá því sem hefur verið í síðustu leikjum. En það var mikilvægt að ná fimm marka sigrinum,“ sagði Janus. Valur vann fyrri viðureign liðanna með fjórum mörkum en Hauka unnu leikinn í kvöld með fimm. Haukar eru því með betri innbyrðis árangur verði liðin jöfn að stigum en liðin eiga þó eftir að mætast einu sinni til viðbótar í deildarkeppninni. „Við fórum yfir þetta leikhléinu í lokin. Þá höfðum við að einhverju að stefna að lokin þegar leikurinn var í rauninni búinn. „Ég klikkaði reyndar úr skotinu en við fengum hraðaupphlaup í lokin.“ Haukar hafa nú unnið sex leiki í röð og leikið að mestu leyti mjög vel í þeim leikjum og þá sérstaklega í þremur leikjunum á undan þessum. „Fyrri hálfleikurinn var góður. En það vantaði þennan neista sem hefur einkennt okkur síðustu þrjá leiki í seinni hálfleik. Valsmenn voru góðir á móti. „Við hættum að standa á hendurnar á þeim og þeir settu hann þá bara í skeytin. Við fengum tvær góðar varnir í lokin og það vann leikinn í rauninni fyrir okkur,“ sagði Janus. Anton: Fráköstin duttu þeirra megin„Menn þurfa ekki mikið til að gíra sig upp fyrir toppslag á móti Haukum. Þetta er alvöru leikur og ég hélt að menn myndu mæta 100% gíraðir,“ sagði Anton Rúnarsson skytta Vals aðspurður af hverju Valsmenn virtust mæta andlausir til leiks í kvöld. „Mér fannst við vera einu skrefi eftir á varnarlega. Við náum ekki að klukka þá nógu mikið og erum komnir með tvö fríköst eftir 16 mínútur. Það dugar ekki í svona leik. Það þarf að mæta 100% í svona leik. „Það var munurinn. Varnarleikurinn okkar á móti þeirra varnarleik,“ sagði Anton. Valsmenn sýna mikinn karakter og þrautseigju þegar liðið nær að minnka forystu Hauka niður í eitt mark þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. „Þetta var frábær karakter og vel gert. Þetta var að smella hjá okkur en svo duttu fráköstin þeirra megin og þeir koma þessu í tvö. Þá var þetta orðið þungt eftir að hafa elt allan leikinn.“ Valur lék í Evrópukeppni um helgina en Anton vildi ekki meina að þreyta hafi setið í liðinu undir lokin. „Menn eru í þessu til að spila. Ég held að allir vilja spila sem flesta leiki þó við séum að spila þrjá leiki á viku. Þetta er það sem við lifum fyrir. „Þetta var hörku leikur og vel tekið á því allan leikinn. Sumir eru þreyttari en aðrir.“ „Við spiluðum vel í sókninni og vörnin var góð á köflum. Ég hefði viljað hafa hana aðeins betri í dag og þá er ég sannfærður um að við hefðum tekið þá. Þeir hittu líka á góðan dag og hafa verið á góðu skriði. Það má ekki gleyma því,“ sagði Anton að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira