Enski boltinn

Eyddu nóttinni á salerni á Old Trafford: Hér er myndbandið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tveir stuðningsmenn Manchester United dvöldu næturlangt á salerni á Old Trafford, heimavelli félagsins, aðfaranótt laugardags.

Þeir hafa nú ákveðið að birta myndband sem sýnir hvernig þeir fóru að öllu saman.

Vinirnir voru í skoðunarferð um Old Trafford en létu sig hverfa í miðjum klíðum í þeim tilgangi til að fela sig og komast þannig á leik United og Arsenal sem fór fram í hádeginu á laugardag.

Sjá einnig: Nótt inni á klósetti á Old Trafford til einskis

Þeir voru þó uppgötvaðir á laugardagsmorgun af öryggisvörðum og áætlun félaganna gekk þó ekki upp.

Lögreglan í Manchester ákvað þó að handtaka ekki mennnina ungu enda stafaði engin ógn af hegðun þeirra.

Á vef BBC var rætt við annan þeirra, Uosof Ahmadi, um uppátækið og önnur samskonar sem þeir hafa framkvæmt. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Nótt inn á klósetti á Old Trafford til einskis

Stuðningsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni taka oft upp á ýmsu til að komast á leik með sínu liði. Dæmisaga um það er frá leik Manchester United og Arsenal um helgina þó að dæmið hafi ekki alveg gengið upp að þessu sinni.

"Sprengjan" reyndist æfingartæki

Pakkinn sem fannst á Old Trafford í dag og flestir héldu að væri sprengja reyndist æfingartæki frá því á æfingu í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×