Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 12:19 Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. „Ég hreinlega athugaði þetta ekki. En hef óskað eftir að úr þessu verði bætt,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands og einn eigenda Lögmanna Lækjargötu, aðspurður um eignarhald á stofunni, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda hennar. Lögmannafélagið sendi frá sér tölvupóst í síðustu viku þar sem það skoraði á félagsmenn sína að grípa til viðeigandi úrbóta séu kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn í lögmannsstofum ekki uppfylltar. Pósturinn var sendur í tengslum við ágreiningsmál sem félagið rekur fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds í Versus lögmönnum, en Lögmannafélagið fer fram á að allir lögmenn stofunnar verði sviptir réttindum sínum vegna málsins. Ástæðan er sú að Atli Helgason, einn eigenda Versus, er ekki með málflutningsréttindi. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir að hafa verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp.Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumÞrír eigendur í Lögmönnum Lækjargötu ólöglærðir Fimm félög eiga Lögmenn Lækjargötu, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda að þremur félaganna. Félögin þrjú eiga samtals 50 prósent í stofunni, eða um 16,67 prósent hvert. Það er, samkvæmt tölvupóstinum sem Lögmannafélagið sendi frá sér, lögbrot að ólöglærðir eigi í lögmannsstofum. Í þessum þremur tilvikum eru nánir aðstandendur; makar eða foreldrar, skráðir meðeigendur að félögunum, með lögfræðimenntuðum aðstandanda sínum. Tilgangur allra félaganna er lögfræðiþjónusta samkvæmt skráningu þeirra. Reimar segist ekki gera ráð fyrir öðru en að þetta verði lagfært í náinni framtíð. „Það eru einkahlutafélög sem eiga hlut í stofunni og í einhverjum tilvikum er það þannig að það eru nánir fjölskyldumeðlimir sem eiga einhverja minniháttar eignarhluta í þessum félögum. En ég get allavega upplýst það að enginn af þessum aðilum sem eiga þarna óbeint þessa eignarhluta taki nokkurn einasta þátt í rekstri Lögmanna Lækjargötu og hafa aldrei haft neitt um þann rekstur að segja,“ segir hann. „Þetta er auðvitað bara atriði sem ég reikna með eftir útsendingu þessa tölvupósts að verði lagfært.“Gerði ráð fyrir að félögin væru í eigu lögmanna Aðspurður segist Reimar ekki hafa skoðað það sjálfur hverjir eigi í félögunum. „Ég hreinlega framkvæmdi enga könnun á þessu. Í forsvari fyrir þessi félög eru bara lögmenn sem eru félagar mínir og ég hafði gert ráð fyrir að félögin væru í þeirra eigu. Annars hefði ég gert athugasemdir við þetta.“ Reimar vildi ekki tjá sig um mál Versus lögmanna, en segir þó að Lögmannafélagið grípi ekki til harkalegra aðgerða nema um alvarleg mál sé að ræða. Málin séu misalvarleg og að félagið skoði hvert mál fyrir sig með tilliti til þess. „Það getur verið stigsmunur á þeim. Ef það er einhver maður út í bæ, sem jafnvel tekur virkan þátt í daglegum rekstri og sinnir lögmannaþjónustu, er skráður eigandi þá held ég að það yrði alltaf álitið alvarlegt mál.“ Þá segir Reimar aðspurður að Lögmannafélagið muni halda áfram að kanna þessi mál, en að sjálfur muni hann ekki taka þátt í að skoða mál Lögmanna Lækjargötu, komi til þess. Tengdar fréttir Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
„Ég hreinlega athugaði þetta ekki. En hef óskað eftir að úr þessu verði bætt,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands og einn eigenda Lögmanna Lækjargötu, aðspurður um eignarhald á stofunni, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda hennar. Lögmannafélagið sendi frá sér tölvupóst í síðustu viku þar sem það skoraði á félagsmenn sína að grípa til viðeigandi úrbóta séu kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn í lögmannsstofum ekki uppfylltar. Pósturinn var sendur í tengslum við ágreiningsmál sem félagið rekur fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds í Versus lögmönnum, en Lögmannafélagið fer fram á að allir lögmenn stofunnar verði sviptir réttindum sínum vegna málsins. Ástæðan er sú að Atli Helgason, einn eigenda Versus, er ekki með málflutningsréttindi. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir að hafa verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp.Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumÞrír eigendur í Lögmönnum Lækjargötu ólöglærðir Fimm félög eiga Lögmenn Lækjargötu, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda að þremur félaganna. Félögin þrjú eiga samtals 50 prósent í stofunni, eða um 16,67 prósent hvert. Það er, samkvæmt tölvupóstinum sem Lögmannafélagið sendi frá sér, lögbrot að ólöglærðir eigi í lögmannsstofum. Í þessum þremur tilvikum eru nánir aðstandendur; makar eða foreldrar, skráðir meðeigendur að félögunum, með lögfræðimenntuðum aðstandanda sínum. Tilgangur allra félaganna er lögfræðiþjónusta samkvæmt skráningu þeirra. Reimar segist ekki gera ráð fyrir öðru en að þetta verði lagfært í náinni framtíð. „Það eru einkahlutafélög sem eiga hlut í stofunni og í einhverjum tilvikum er það þannig að það eru nánir fjölskyldumeðlimir sem eiga einhverja minniháttar eignarhluta í þessum félögum. En ég get allavega upplýst það að enginn af þessum aðilum sem eiga þarna óbeint þessa eignarhluta taki nokkurn einasta þátt í rekstri Lögmanna Lækjargötu og hafa aldrei haft neitt um þann rekstur að segja,“ segir hann. „Þetta er auðvitað bara atriði sem ég reikna með eftir útsendingu þessa tölvupósts að verði lagfært.“Gerði ráð fyrir að félögin væru í eigu lögmanna Aðspurður segist Reimar ekki hafa skoðað það sjálfur hverjir eigi í félögunum. „Ég hreinlega framkvæmdi enga könnun á þessu. Í forsvari fyrir þessi félög eru bara lögmenn sem eru félagar mínir og ég hafði gert ráð fyrir að félögin væru í þeirra eigu. Annars hefði ég gert athugasemdir við þetta.“ Reimar vildi ekki tjá sig um mál Versus lögmanna, en segir þó að Lögmannafélagið grípi ekki til harkalegra aðgerða nema um alvarleg mál sé að ræða. Málin séu misalvarleg og að félagið skoði hvert mál fyrir sig með tilliti til þess. „Það getur verið stigsmunur á þeim. Ef það er einhver maður út í bæ, sem jafnvel tekur virkan þátt í daglegum rekstri og sinnir lögmannaþjónustu, er skráður eigandi þá held ég að það yrði alltaf álitið alvarlegt mál.“ Þá segir Reimar aðspurður að Lögmannafélagið muni halda áfram að kanna þessi mál, en að sjálfur muni hann ekki taka þátt í að skoða mál Lögmanna Lækjargötu, komi til þess.
Tengdar fréttir Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41