Tilraunir eru ekki ávísun á árangur Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 09:00 Hinn 3. október sl. kom út ítarleg skýrsla í Færeyjum, sem unnin var að skipan sjávarútvegsráðherra Færeyja, vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga. Skýrslan var unnin af níu manna nefnd, sem falið var að leggja fram tillögur að betrumbótum á færeyskri fiskveiðistjórnun. Skýrsla þessi er fyrir margra hluta sakir áhugaverð, sér í lagi vegna umræðu sem skapaðist hér á landi í aðdraganda alþingiskosninga og varðaði tilraunir Færeyinga með uppboð aflaheimilda. Áhersla á svo takmarkaðan þátt gjaldtöku í annars umsvifamiklu kerfi fiskveiðistjórnunar er varhugaverð. Fiskveiðistjórnun og gjaldtöku þarf að skoða í heildarsamhengi. Ólíkar leiðir við stjórn fiskveiða fela í sér ólíka hvata til verðmætasköpunar. Íslendingar hafa stýrt veiðum með aflamarkskerfi en Færeyingar með sóknardagakerfi. Á þessum kerfum er reginmunur. Á Íslandi er ástand þorskstofnsins gott, hrygningarstofninn er á uppleið og hefur ekki verið stærri í hálfa öld. Í Færeyjum er staðan hins vegar sú að þorskstofninn er í mikilli lægð og stærð hrygningarstofnsins hefur verið við varúðarmörk síðan árið 2005. Af þessu má leiða að skilvirk skipulagsumgjörð sjávarútvegs hér á landi, ásamt framtaki og frumkvæði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, hefur gert íslenskan sjávarútveg bæði sjálfbæran og arðbæran. Því miður hefur Færeyingum ekki tekist jafn vel upp. Í færeysku skýrslunni er lagt til að horfið sé frá sóknardagakerfi og þess í stað innleitt aflamarkskerfi. Er íslenska kerfið þar sérstaklega nefnt sem góð fyrirmynd. Þegar Færeyingar hafa komið sér upp skilvirkri skipulagsumgjörð er gjaldtaka fyrst orðin raunhæf. Þannig skal á það bent að engin gjaldtaka hefur verið í Færeyjum vegna veiða úr fiskistofnum á heimamiðum. Stafar þetta af þeim vandkvæðum sem áður voru nefnd. Tilraunir þær sem Færeyingar framkvæmdu í sumar á uppboði aflaheimilda verða sökum þessa að skoðast sem slíkar. Þær eru hluti af heildarendurskoðun kerfis sem hefur gengið sér til húðar. Það kann að vera eðlilegt í því samhengi að gera tilraunir með ólík form gjaldtöku, þ. á m. uppboð. Við Íslendingar eigum að fylgjast með framvindu þessara mála þar í landi. Ekkert kerfi er fullkomið og við eigum ávallt að leita leiða til að gera hið íslenska enn betra. Það tók hins vegar tíma að byggja upp skilvirkt kerfi og sú vegferð var ekki sársaukalaus. Okkur ber því að sýna ábyrgð og ígrunda vel þær leiðir sem kunna að verða farnar annars staðar í heiminum. Sjávarútvegur er einn grundvallaratvinnuvegur þjóðarinnar, fiskistofnar eru viðkvæmir og reynsla annarra þjóða hefur sýnt okkur að skilvirkt og sjálfbært kerfi er síður en svo auðsótt. Það væri því misráðið að stökkva á nýlega framkvæmdar uppboðstilraunir Færeyinga, þegar enn liggur ekkert fyrir um afrakstur eða afleiðingar þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 3. október sl. kom út ítarleg skýrsla í Færeyjum, sem unnin var að skipan sjávarútvegsráðherra Færeyja, vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga. Skýrslan var unnin af níu manna nefnd, sem falið var að leggja fram tillögur að betrumbótum á færeyskri fiskveiðistjórnun. Skýrsla þessi er fyrir margra hluta sakir áhugaverð, sér í lagi vegna umræðu sem skapaðist hér á landi í aðdraganda alþingiskosninga og varðaði tilraunir Færeyinga með uppboð aflaheimilda. Áhersla á svo takmarkaðan þátt gjaldtöku í annars umsvifamiklu kerfi fiskveiðistjórnunar er varhugaverð. Fiskveiðistjórnun og gjaldtöku þarf að skoða í heildarsamhengi. Ólíkar leiðir við stjórn fiskveiða fela í sér ólíka hvata til verðmætasköpunar. Íslendingar hafa stýrt veiðum með aflamarkskerfi en Færeyingar með sóknardagakerfi. Á þessum kerfum er reginmunur. Á Íslandi er ástand þorskstofnsins gott, hrygningarstofninn er á uppleið og hefur ekki verið stærri í hálfa öld. Í Færeyjum er staðan hins vegar sú að þorskstofninn er í mikilli lægð og stærð hrygningarstofnsins hefur verið við varúðarmörk síðan árið 2005. Af þessu má leiða að skilvirk skipulagsumgjörð sjávarútvegs hér á landi, ásamt framtaki og frumkvæði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, hefur gert íslenskan sjávarútveg bæði sjálfbæran og arðbæran. Því miður hefur Færeyingum ekki tekist jafn vel upp. Í færeysku skýrslunni er lagt til að horfið sé frá sóknardagakerfi og þess í stað innleitt aflamarkskerfi. Er íslenska kerfið þar sérstaklega nefnt sem góð fyrirmynd. Þegar Færeyingar hafa komið sér upp skilvirkri skipulagsumgjörð er gjaldtaka fyrst orðin raunhæf. Þannig skal á það bent að engin gjaldtaka hefur verið í Færeyjum vegna veiða úr fiskistofnum á heimamiðum. Stafar þetta af þeim vandkvæðum sem áður voru nefnd. Tilraunir þær sem Færeyingar framkvæmdu í sumar á uppboði aflaheimilda verða sökum þessa að skoðast sem slíkar. Þær eru hluti af heildarendurskoðun kerfis sem hefur gengið sér til húðar. Það kann að vera eðlilegt í því samhengi að gera tilraunir með ólík form gjaldtöku, þ. á m. uppboð. Við Íslendingar eigum að fylgjast með framvindu þessara mála þar í landi. Ekkert kerfi er fullkomið og við eigum ávallt að leita leiða til að gera hið íslenska enn betra. Það tók hins vegar tíma að byggja upp skilvirkt kerfi og sú vegferð var ekki sársaukalaus. Okkur ber því að sýna ábyrgð og ígrunda vel þær leiðir sem kunna að verða farnar annars staðar í heiminum. Sjávarútvegur er einn grundvallaratvinnuvegur þjóðarinnar, fiskistofnar eru viðkvæmir og reynsla annarra þjóða hefur sýnt okkur að skilvirkt og sjálfbært kerfi er síður en svo auðsótt. Það væri því misráðið að stökkva á nýlega framkvæmdar uppboðstilraunir Færeyinga, þegar enn liggur ekkert fyrir um afrakstur eða afleiðingar þeirra.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun