Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi, líkt og fyrrum eiginkona hans, Angelina Jolie, hefur haldið fram.
Jolie sagði Pitt hafa veist að einu barni þeirra um borð í einkaflugvél í september síðastliðnum. Saman eiga þau sex börn.
Í yfirlýsingu frá FBI segir að ekki hafi þótt ástæða til þess að aðhafast frekar í málinu og að ákæra verði ekki gefin út. Félagsþjónustan í Los Angeles tilkynnti í september að málið yrði ekki skoðað frekar á þeim bænum.
Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi

Tengdar fréttir

Angelina Jolie fær börnin en Pitt fær að heimsækja
Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt í september en þau höfðu verið saman síðan árið 2004.

Lögfræðingurinn Laura Wasser er leynivopn Angelinu Jolie
Til að fá sínu framgengt hefur Angelina Jolie sóst eftir þjónustu eins frægasta skilnaðarlögfræðingsins í Hollywood, Lauru Wasser.

FBI kannar hvort Brad Pitt hafi misþyrmt börnunum
FBI skoðar mál Jolie og Pitt.