NBA: Fimmtán stig á fimm mínútum frá Westbrook dugðu næstum því | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Russell Westbrook gengur svekktur af velli í lok leiksins. Vísir/Getty Þetta er líka farið að líta mun betur út hjá New York Knicks eftir brösuga byrjun á NBA-tímabilinu en liðið vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum í nótt. Ótrúleg frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum dugði næstum því til að grafa hans lið upp úr djúpri holu á móti Lakers.Lettinn Kristaps Porzingis var með 31 stig og 9 fráköst þegar New York Knicks vann fjögurra stiga heimasigur á Portland Trail Blazers, 107-103. Derrick Rose skoraði sex af átján sigum sínum á lokakafla leiksins. Rose kom New York yfir þegar þrjár mínútur voru eftir og innsiglaði síðan sigurinn endanlega með körfu 6,8 sekúndum fyrir leikslok. Carmelo Anthony var með 17 stig en hann var stigalaust í fjórða leikhlutanum. Brandon Jennings gaf 11 stoðsendingar þrátt fyrir að byrja á bekknum. Damian Lillard var stigahæstur hjá með 22 stig og CJ McCollum skoraði 16 stig. New York Knicks vann aðeins 3 af fyrstu 9 leikjum sínum á tímabilinu en miklar breytingar urðu á leikmannahópnum í sumar auk þess að nýr þjálfari, Jeff Hornacek, tók við.Nick Young tryggði Los Angeles Lakers 111-109 sigur á Oklahoma City Thunder með þriggja stiga körfu fimm sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir á Lakers-liðið kastaði sigrinum frá sér. Nick Young var með 17 stig og hann hafði einnig endað fyrri hálfleikinn með því að skora flautukörfu. Jordan Clarkson var samt stigahæstur í Lakers-liðinu með 18 stig inn af bekknum og Timofey Mozgov bætti við 16 stigum. Lakers var tólf stigum yfir, 102-90, þegar fimm og hálf mínúta var eftir en mögnuð frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum snéri við leiknum og Thunder var komið í 109-108 þegar þrettán sekúndur voru eftir. Oklahoma City Thunder liðið hafði þá skorað 19 stig gegn aðeins sex stigum á fimm mínútna kafla þar sem umræddur Russell Westbrook var með 15 stig og 1 stoðsendingu í þessum lokaspretti Thunder. Hann klikkaði hinsvegar á lokaskotinu og Los Angeles Lakers fagnaði sigri. Russell Westbrook endaði leikinn með 34 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en hann þurfti 30 skot til að skora þessi 34 stig og var einnig með 8 tapaða bolta. Steven Adams var næststigahæstur hjá Thunder með 20 stig.Nýliðinn Jamal Murray skoraði 24 stig þegar Denver Nuggets vann Chicago Bulls 110-107. Will Barton setti niður tvö víti 9,5 sekúndum fyrir leikslok. Jimmy Butler var með 35 stig og 8 fráköst fyrir Bulls-liðið en það dugði ekki til. Chicago Bulls hefur tapað tíu leikjum í röð í Denver og ekki unnið þar síðan 8. febrúar 2006.Tim Frazier var með 21 stig og 14 stoðsendingar fyrir New Orleans Pelicans í 112-94 útisigri á Atlanta Hawks. Anthony Davis missti af öðrum og þriðja leikhluta vegna meiðsla en kom til baka í lokin og endaði með þrettán stig fyrir Pelicans-liðið. Dennis Schroder og Kyle Korver skoruðu báðir 14 stig fyrir Atlanta Hawks liðið sem hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Liðið var á toppnum í Austurdeildinni í síðustu viku en ekkert gengur þessa dagana og framundan er fimm leikja útileikjatörn. Pelíkanarnir hafa hinsvegar unnið fimm af sjö leikjum og alla þrjá leiki sína eftir að Jrue Holiday kom til baka úr leyfi þar sem hann var með veikri eiginkonu sinni.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 111-109 Denver Nuggets - Chicago Bulls 110-107 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-112 New York Knicks - Portland Trail Blazers 107-103 NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Þetta er líka farið að líta mun betur út hjá New York Knicks eftir brösuga byrjun á NBA-tímabilinu en liðið vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum í nótt. Ótrúleg frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum dugði næstum því til að grafa hans lið upp úr djúpri holu á móti Lakers.Lettinn Kristaps Porzingis var með 31 stig og 9 fráköst þegar New York Knicks vann fjögurra stiga heimasigur á Portland Trail Blazers, 107-103. Derrick Rose skoraði sex af átján sigum sínum á lokakafla leiksins. Rose kom New York yfir þegar þrjár mínútur voru eftir og innsiglaði síðan sigurinn endanlega með körfu 6,8 sekúndum fyrir leikslok. Carmelo Anthony var með 17 stig en hann var stigalaust í fjórða leikhlutanum. Brandon Jennings gaf 11 stoðsendingar þrátt fyrir að byrja á bekknum. Damian Lillard var stigahæstur hjá með 22 stig og CJ McCollum skoraði 16 stig. New York Knicks vann aðeins 3 af fyrstu 9 leikjum sínum á tímabilinu en miklar breytingar urðu á leikmannahópnum í sumar auk þess að nýr þjálfari, Jeff Hornacek, tók við.Nick Young tryggði Los Angeles Lakers 111-109 sigur á Oklahoma City Thunder með þriggja stiga körfu fimm sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir á Lakers-liðið kastaði sigrinum frá sér. Nick Young var með 17 stig og hann hafði einnig endað fyrri hálfleikinn með því að skora flautukörfu. Jordan Clarkson var samt stigahæstur í Lakers-liðinu með 18 stig inn af bekknum og Timofey Mozgov bætti við 16 stigum. Lakers var tólf stigum yfir, 102-90, þegar fimm og hálf mínúta var eftir en mögnuð frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum snéri við leiknum og Thunder var komið í 109-108 þegar þrettán sekúndur voru eftir. Oklahoma City Thunder liðið hafði þá skorað 19 stig gegn aðeins sex stigum á fimm mínútna kafla þar sem umræddur Russell Westbrook var með 15 stig og 1 stoðsendingu í þessum lokaspretti Thunder. Hann klikkaði hinsvegar á lokaskotinu og Los Angeles Lakers fagnaði sigri. Russell Westbrook endaði leikinn með 34 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en hann þurfti 30 skot til að skora þessi 34 stig og var einnig með 8 tapaða bolta. Steven Adams var næststigahæstur hjá Thunder með 20 stig.Nýliðinn Jamal Murray skoraði 24 stig þegar Denver Nuggets vann Chicago Bulls 110-107. Will Barton setti niður tvö víti 9,5 sekúndum fyrir leikslok. Jimmy Butler var með 35 stig og 8 fráköst fyrir Bulls-liðið en það dugði ekki til. Chicago Bulls hefur tapað tíu leikjum í röð í Denver og ekki unnið þar síðan 8. febrúar 2006.Tim Frazier var með 21 stig og 14 stoðsendingar fyrir New Orleans Pelicans í 112-94 útisigri á Atlanta Hawks. Anthony Davis missti af öðrum og þriðja leikhluta vegna meiðsla en kom til baka í lokin og endaði með þrettán stig fyrir Pelicans-liðið. Dennis Schroder og Kyle Korver skoruðu báðir 14 stig fyrir Atlanta Hawks liðið sem hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Liðið var á toppnum í Austurdeildinni í síðustu viku en ekkert gengur þessa dagana og framundan er fimm leikja útileikjatörn. Pelíkanarnir hafa hinsvegar unnið fimm af sjö leikjum og alla þrjá leiki sína eftir að Jrue Holiday kom til baka úr leyfi þar sem hann var með veikri eiginkonu sinni.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 111-109 Denver Nuggets - Chicago Bulls 110-107 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-112 New York Knicks - Portland Trail Blazers 107-103
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira