NBA: Fimmtán stig á fimm mínútum frá Westbrook dugðu næstum því | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Russell Westbrook gengur svekktur af velli í lok leiksins. Vísir/Getty Þetta er líka farið að líta mun betur út hjá New York Knicks eftir brösuga byrjun á NBA-tímabilinu en liðið vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum í nótt. Ótrúleg frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum dugði næstum því til að grafa hans lið upp úr djúpri holu á móti Lakers.Lettinn Kristaps Porzingis var með 31 stig og 9 fráköst þegar New York Knicks vann fjögurra stiga heimasigur á Portland Trail Blazers, 107-103. Derrick Rose skoraði sex af átján sigum sínum á lokakafla leiksins. Rose kom New York yfir þegar þrjár mínútur voru eftir og innsiglaði síðan sigurinn endanlega með körfu 6,8 sekúndum fyrir leikslok. Carmelo Anthony var með 17 stig en hann var stigalaust í fjórða leikhlutanum. Brandon Jennings gaf 11 stoðsendingar þrátt fyrir að byrja á bekknum. Damian Lillard var stigahæstur hjá með 22 stig og CJ McCollum skoraði 16 stig. New York Knicks vann aðeins 3 af fyrstu 9 leikjum sínum á tímabilinu en miklar breytingar urðu á leikmannahópnum í sumar auk þess að nýr þjálfari, Jeff Hornacek, tók við.Nick Young tryggði Los Angeles Lakers 111-109 sigur á Oklahoma City Thunder með þriggja stiga körfu fimm sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir á Lakers-liðið kastaði sigrinum frá sér. Nick Young var með 17 stig og hann hafði einnig endað fyrri hálfleikinn með því að skora flautukörfu. Jordan Clarkson var samt stigahæstur í Lakers-liðinu með 18 stig inn af bekknum og Timofey Mozgov bætti við 16 stigum. Lakers var tólf stigum yfir, 102-90, þegar fimm og hálf mínúta var eftir en mögnuð frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum snéri við leiknum og Thunder var komið í 109-108 þegar þrettán sekúndur voru eftir. Oklahoma City Thunder liðið hafði þá skorað 19 stig gegn aðeins sex stigum á fimm mínútna kafla þar sem umræddur Russell Westbrook var með 15 stig og 1 stoðsendingu í þessum lokaspretti Thunder. Hann klikkaði hinsvegar á lokaskotinu og Los Angeles Lakers fagnaði sigri. Russell Westbrook endaði leikinn með 34 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en hann þurfti 30 skot til að skora þessi 34 stig og var einnig með 8 tapaða bolta. Steven Adams var næststigahæstur hjá Thunder með 20 stig.Nýliðinn Jamal Murray skoraði 24 stig þegar Denver Nuggets vann Chicago Bulls 110-107. Will Barton setti niður tvö víti 9,5 sekúndum fyrir leikslok. Jimmy Butler var með 35 stig og 8 fráköst fyrir Bulls-liðið en það dugði ekki til. Chicago Bulls hefur tapað tíu leikjum í röð í Denver og ekki unnið þar síðan 8. febrúar 2006.Tim Frazier var með 21 stig og 14 stoðsendingar fyrir New Orleans Pelicans í 112-94 útisigri á Atlanta Hawks. Anthony Davis missti af öðrum og þriðja leikhluta vegna meiðsla en kom til baka í lokin og endaði með þrettán stig fyrir Pelicans-liðið. Dennis Schroder og Kyle Korver skoruðu báðir 14 stig fyrir Atlanta Hawks liðið sem hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Liðið var á toppnum í Austurdeildinni í síðustu viku en ekkert gengur þessa dagana og framundan er fimm leikja útileikjatörn. Pelíkanarnir hafa hinsvegar unnið fimm af sjö leikjum og alla þrjá leiki sína eftir að Jrue Holiday kom til baka úr leyfi þar sem hann var með veikri eiginkonu sinni.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 111-109 Denver Nuggets - Chicago Bulls 110-107 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-112 New York Knicks - Portland Trail Blazers 107-103 NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Þetta er líka farið að líta mun betur út hjá New York Knicks eftir brösuga byrjun á NBA-tímabilinu en liðið vann sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum í nótt. Ótrúleg frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum dugði næstum því til að grafa hans lið upp úr djúpri holu á móti Lakers.Lettinn Kristaps Porzingis var með 31 stig og 9 fráköst þegar New York Knicks vann fjögurra stiga heimasigur á Portland Trail Blazers, 107-103. Derrick Rose skoraði sex af átján sigum sínum á lokakafla leiksins. Rose kom New York yfir þegar þrjár mínútur voru eftir og innsiglaði síðan sigurinn endanlega með körfu 6,8 sekúndum fyrir leikslok. Carmelo Anthony var með 17 stig en hann var stigalaust í fjórða leikhlutanum. Brandon Jennings gaf 11 stoðsendingar þrátt fyrir að byrja á bekknum. Damian Lillard var stigahæstur hjá með 22 stig og CJ McCollum skoraði 16 stig. New York Knicks vann aðeins 3 af fyrstu 9 leikjum sínum á tímabilinu en miklar breytingar urðu á leikmannahópnum í sumar auk þess að nýr þjálfari, Jeff Hornacek, tók við.Nick Young tryggði Los Angeles Lakers 111-109 sigur á Oklahoma City Thunder með þriggja stiga körfu fimm sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir á Lakers-liðið kastaði sigrinum frá sér. Nick Young var með 17 stig og hann hafði einnig endað fyrri hálfleikinn með því að skora flautukörfu. Jordan Clarkson var samt stigahæstur í Lakers-liðinu með 18 stig inn af bekknum og Timofey Mozgov bætti við 16 stigum. Lakers var tólf stigum yfir, 102-90, þegar fimm og hálf mínúta var eftir en mögnuð frammistaða Russell Westbrook á lokamínútum snéri við leiknum og Thunder var komið í 109-108 þegar þrettán sekúndur voru eftir. Oklahoma City Thunder liðið hafði þá skorað 19 stig gegn aðeins sex stigum á fimm mínútna kafla þar sem umræddur Russell Westbrook var með 15 stig og 1 stoðsendingu í þessum lokaspretti Thunder. Hann klikkaði hinsvegar á lokaskotinu og Los Angeles Lakers fagnaði sigri. Russell Westbrook endaði leikinn með 34 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst en hann þurfti 30 skot til að skora þessi 34 stig og var einnig með 8 tapaða bolta. Steven Adams var næststigahæstur hjá Thunder með 20 stig.Nýliðinn Jamal Murray skoraði 24 stig þegar Denver Nuggets vann Chicago Bulls 110-107. Will Barton setti niður tvö víti 9,5 sekúndum fyrir leikslok. Jimmy Butler var með 35 stig og 8 fráköst fyrir Bulls-liðið en það dugði ekki til. Chicago Bulls hefur tapað tíu leikjum í röð í Denver og ekki unnið þar síðan 8. febrúar 2006.Tim Frazier var með 21 stig og 14 stoðsendingar fyrir New Orleans Pelicans í 112-94 útisigri á Atlanta Hawks. Anthony Davis missti af öðrum og þriðja leikhluta vegna meiðsla en kom til baka í lokin og endaði með þrettán stig fyrir Pelicans-liðið. Dennis Schroder og Kyle Korver skoruðu báðir 14 stig fyrir Atlanta Hawks liðið sem hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Liðið var á toppnum í Austurdeildinni í síðustu viku en ekkert gengur þessa dagana og framundan er fimm leikja útileikjatörn. Pelíkanarnir hafa hinsvegar unnið fimm af sjö leikjum og alla þrjá leiki sína eftir að Jrue Holiday kom til baka úr leyfi þar sem hann var með veikri eiginkonu sinni.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 111-109 Denver Nuggets - Chicago Bulls 110-107 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-112 New York Knicks - Portland Trail Blazers 107-103
NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira