Gætu greitt sér 175 milljarða úr bönkum með lækkun eigin fjár Hafliði Helgason skrifar 23. nóvember 2016 06:00 Erfitt er fyrir bankana að ná viðunandi arðsemi af því eigin fé sem bundið er í þeim. Því er líklegt að krafa um eiginfjárhlutfall muni lækka verulega þegar gjaldeyrishöft hafa verið afnumin. Breyting á kröfum um eiginfjárhlutfall mun leiða til þess að það losnar um mikið eigið fé sem gæti fundið sér arðsamari farveg en nú. vísir/gva/daníel/gva Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um tæpa 50 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður bankanna miðað við sama tímabil í fyrra minnkaði um rúma 17 milljarða króna. Tímabil einskiptisliða vegna uppfærslu eigna og sölu eigna er að baki og rekstrar- og efnahagsreikningur bankanna farinn að endurspegla reglubundna bankastarfsemi. Heildareignir bankanna nema nú um 3.200 milljörðum króna sem er um 130 prósent af landsframleiðslu, en þegar bankakerfið var sem stærst var það um 920 prósent af landsframleiðslu. Bankakerfið nú er því óðum að líkjast því bankakerfi sem var áður en farið var að ráðast í erlendan vöxt íslenskra banka. Áhættan fyrir hagkerfið er því margfalt minni nú. Meira eigið fé heimila og fyrirtækja sést líka betur í uppgjörum bankanna. Vanskil fara lækkandi og þar með hlutfall vandræðalána. Bankarnir hafa einnig verið að sækja sér erlent fjármagn í skuldabréfaútboðum með ágætum árangri. Útlánagæði og dreifing áhættu er batnandi. Vöxtur er í útlánum, en ferðaþjónustan er vaxandi í bókum bankanna, enda sú atvinnugrein sem vex hraðast og drífur áfram bæði hagvöxt og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins. Kostnaðarhlutfall og vaxtamunur er þó enn þá hár.Hátt eiginfjárhlutfall Eigið fé stóru bankanna þriggja er tæpir 660 milljarðar króna og er hlutur ríkisins í því eigin fé um 500 milljarðar sem nálgast ein fjárlög íslenska ríkisins og um 20% af landsframleiðslu. Til samanburðar má einnig nefna að samkvæmt tölum Seðlabankans eru nettó skuldir íslenska ríkisins um 40% af landsframleiðslu. Eiginfjárhlutfall bankanna er frá 25,5% upp í rúm 29% sem er afar hátt í alþjóðlegum samanburði. Varfærni hefur gætt í eiginfjárkröfu banka vegna óvissu sem tengist afléttingu gjaldeyrishafta. Öll skilyrði þess að losa um þau að mestu leyti eru fyrir hendi og því er líklegt að eiginfjárkrafa fjármálakerfisins færist nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndum. Þetta þýðir að varlega má áætla að hægt sé að losa 175 milljarða króna sem bundnir eru í bankakerfinu og greiða þá út til eigenda. Vogaðri nálgun við uppbyggingu eiginfjár banka myndi skila enn hærri tölu. „Þetta er í rauninni dautt fé í hagkerfinu og erfitt fyrir bankana að ná viðunandi ávöxtun á þetta eigið fé,“ segir Snorri Jakobsson, fjármála- og hagfræðiráðgjafi hjá Capacent. Hann bætir því við að svona mikil binding að óþörfu sé mjög óhagkvæm fyrir þjóðfélagið. „Þetta hefur því ekki bara áhrif á bankana sjálfa, heldur allt atvinnulífið.“ Til samanburðar má nefna að hlutdeild ríkisins í fé sem losnað gæti úr bönkunum myndi duga fyrir því að byggja nýjan Landspítala tvisvar.Möguleg skuldsett kaup Ríkið á 13% hlut í Arionbanka, en bankinn er líklegur til að fara á markað á næsta ári. Eigendur bankans eru að stærstum hluta kröfuhafar Kaupþings, en samkvæmt samkomulagi þurfa þeir að standa skil á skuldabréfi sem er með fyrsta gjalddaga í janúar 2018. Stefnt hefur verið á að selja hluta bankans samhliða skráningu á fyrri hluta næsta árs. Arion er ólíkur hinum bönkunum að því leyti að hann hefur mótað sér stefnu um að vera alhliða fjármálaþjónustufyrirtæki með kortafyrirtæki og tryggingafélag innanborðs. Viðræður hafa verið í gangi við lífeyrissjóði um kaup samhliða skráningu, en innan bankans er áhugi fyrir því að erlendir aðilar komi að bankanum. Augljóst er að ef afnám gjaldeyrishafta hefur lítil áhrif á mat á fjármálastöðugleika, þá lækki eiginfjárkröfur og hægt að greiða tugi milljarða úr bankanum til hluthafa. Það kæmi því ekki á óvart í því ljósi að einhverjir fjárfesta freisti þess að fara fremur skuldsettir í kaup á hlut í bankanum. Ólíklegt er, miðað við mikla bindingu fjár í bönkunum og sértaka skattlagningu, að verð bankanna verði bókfært eigið fé þeirra. Sérstakur skattur bankanna fyrstu níu mánuði ársins er 6,7 milljarðar króna og eru engar fyrirsjáanlegar breytingar á þeim skatti. Þetta mun hafa bein áhrif á verð bankanna og samkeppnishæfni þeirra á fjármálamarkaði. Nú þegar hafa þeir fundið fyrir samkeppni frá lífeyrissjóðum sem ekki greiða slíkan skatt. Þar við bætist að í fyrirtækjalánum til stærri fyrirtækja geta bankarnir líka orðið undir í samkeppni við erlenda banka sem búa ekki við jafn ríkar eiginfjárkröfur og greiða ekki sérstakan skatt. Til lengri tíma horft efast margir um að slík sérskattlagning leiði til heilbrigðara fjármálakerfis. Enda þótt hagnaður bankanna undanfarin ár hafi verið gríðarlegur, þá er hann fyrst og fremst tilkominn vegna uppfærslu eigna. Sú gósentíð er að baki og framundan er rekstur sem telst til hefðbundinnar bankastarfsemi í eðlilegu rekstrarumhverfi. Bankastarfsemi er mannfrek þjónustugrein og launahækkanir auka kostnaðinn. Ef tekin eru saman hár kostnaður, háir skattar bankanna og hátt eigið fé, þá er vandséð annað en að til að rekstur þeirra sé viðunandi þurfi mikinn vaxtamun. Hann verður svo greiddur af þeim sem ekki geta leitað annað sem eru einstaklingar, smærri og meðalstór fyrirtæki. Í óbreyttu umhverfi bíða bankanna því miklar áskoranir og fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig til tekst að halda sæmilegri arðsemi þess fjár sem er bundið í þeim og er eins og staðan er að tveimur þriðju hlutum í eigu ríkisins. Ef vilji er fyrir hendi gæti ríkið tekið til sín mikið fé til lækkunar skulda eða annarra þjóðhagslega hagkvæmra verkefna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tveir spítalar bundnir í bönkunum Með minnkandi óvissu gæti losnað um 175 milljarða úr bönkunum með lækkandi kröfu um eigið fé. Ríkið á megnið af þessu fé. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna fyrstu níu mánuði ársins nam tæpum 50 milljörðum króna. 23. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um tæpa 50 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður bankanna miðað við sama tímabil í fyrra minnkaði um rúma 17 milljarða króna. Tímabil einskiptisliða vegna uppfærslu eigna og sölu eigna er að baki og rekstrar- og efnahagsreikningur bankanna farinn að endurspegla reglubundna bankastarfsemi. Heildareignir bankanna nema nú um 3.200 milljörðum króna sem er um 130 prósent af landsframleiðslu, en þegar bankakerfið var sem stærst var það um 920 prósent af landsframleiðslu. Bankakerfið nú er því óðum að líkjast því bankakerfi sem var áður en farið var að ráðast í erlendan vöxt íslenskra banka. Áhættan fyrir hagkerfið er því margfalt minni nú. Meira eigið fé heimila og fyrirtækja sést líka betur í uppgjörum bankanna. Vanskil fara lækkandi og þar með hlutfall vandræðalána. Bankarnir hafa einnig verið að sækja sér erlent fjármagn í skuldabréfaútboðum með ágætum árangri. Útlánagæði og dreifing áhættu er batnandi. Vöxtur er í útlánum, en ferðaþjónustan er vaxandi í bókum bankanna, enda sú atvinnugrein sem vex hraðast og drífur áfram bæði hagvöxt og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins. Kostnaðarhlutfall og vaxtamunur er þó enn þá hár.Hátt eiginfjárhlutfall Eigið fé stóru bankanna þriggja er tæpir 660 milljarðar króna og er hlutur ríkisins í því eigin fé um 500 milljarðar sem nálgast ein fjárlög íslenska ríkisins og um 20% af landsframleiðslu. Til samanburðar má einnig nefna að samkvæmt tölum Seðlabankans eru nettó skuldir íslenska ríkisins um 40% af landsframleiðslu. Eiginfjárhlutfall bankanna er frá 25,5% upp í rúm 29% sem er afar hátt í alþjóðlegum samanburði. Varfærni hefur gætt í eiginfjárkröfu banka vegna óvissu sem tengist afléttingu gjaldeyrishafta. Öll skilyrði þess að losa um þau að mestu leyti eru fyrir hendi og því er líklegt að eiginfjárkrafa fjármálakerfisins færist nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndum. Þetta þýðir að varlega má áætla að hægt sé að losa 175 milljarða króna sem bundnir eru í bankakerfinu og greiða þá út til eigenda. Vogaðri nálgun við uppbyggingu eiginfjár banka myndi skila enn hærri tölu. „Þetta er í rauninni dautt fé í hagkerfinu og erfitt fyrir bankana að ná viðunandi ávöxtun á þetta eigið fé,“ segir Snorri Jakobsson, fjármála- og hagfræðiráðgjafi hjá Capacent. Hann bætir því við að svona mikil binding að óþörfu sé mjög óhagkvæm fyrir þjóðfélagið. „Þetta hefur því ekki bara áhrif á bankana sjálfa, heldur allt atvinnulífið.“ Til samanburðar má nefna að hlutdeild ríkisins í fé sem losnað gæti úr bönkunum myndi duga fyrir því að byggja nýjan Landspítala tvisvar.Möguleg skuldsett kaup Ríkið á 13% hlut í Arionbanka, en bankinn er líklegur til að fara á markað á næsta ári. Eigendur bankans eru að stærstum hluta kröfuhafar Kaupþings, en samkvæmt samkomulagi þurfa þeir að standa skil á skuldabréfi sem er með fyrsta gjalddaga í janúar 2018. Stefnt hefur verið á að selja hluta bankans samhliða skráningu á fyrri hluta næsta árs. Arion er ólíkur hinum bönkunum að því leyti að hann hefur mótað sér stefnu um að vera alhliða fjármálaþjónustufyrirtæki með kortafyrirtæki og tryggingafélag innanborðs. Viðræður hafa verið í gangi við lífeyrissjóði um kaup samhliða skráningu, en innan bankans er áhugi fyrir því að erlendir aðilar komi að bankanum. Augljóst er að ef afnám gjaldeyrishafta hefur lítil áhrif á mat á fjármálastöðugleika, þá lækki eiginfjárkröfur og hægt að greiða tugi milljarða úr bankanum til hluthafa. Það kæmi því ekki á óvart í því ljósi að einhverjir fjárfesta freisti þess að fara fremur skuldsettir í kaup á hlut í bankanum. Ólíklegt er, miðað við mikla bindingu fjár í bönkunum og sértaka skattlagningu, að verð bankanna verði bókfært eigið fé þeirra. Sérstakur skattur bankanna fyrstu níu mánuði ársins er 6,7 milljarðar króna og eru engar fyrirsjáanlegar breytingar á þeim skatti. Þetta mun hafa bein áhrif á verð bankanna og samkeppnishæfni þeirra á fjármálamarkaði. Nú þegar hafa þeir fundið fyrir samkeppni frá lífeyrissjóðum sem ekki greiða slíkan skatt. Þar við bætist að í fyrirtækjalánum til stærri fyrirtækja geta bankarnir líka orðið undir í samkeppni við erlenda banka sem búa ekki við jafn ríkar eiginfjárkröfur og greiða ekki sérstakan skatt. Til lengri tíma horft efast margir um að slík sérskattlagning leiði til heilbrigðara fjármálakerfis. Enda þótt hagnaður bankanna undanfarin ár hafi verið gríðarlegur, þá er hann fyrst og fremst tilkominn vegna uppfærslu eigna. Sú gósentíð er að baki og framundan er rekstur sem telst til hefðbundinnar bankastarfsemi í eðlilegu rekstrarumhverfi. Bankastarfsemi er mannfrek þjónustugrein og launahækkanir auka kostnaðinn. Ef tekin eru saman hár kostnaður, háir skattar bankanna og hátt eigið fé, þá er vandséð annað en að til að rekstur þeirra sé viðunandi þurfi mikinn vaxtamun. Hann verður svo greiddur af þeim sem ekki geta leitað annað sem eru einstaklingar, smærri og meðalstór fyrirtæki. Í óbreyttu umhverfi bíða bankanna því miklar áskoranir og fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig til tekst að halda sæmilegri arðsemi þess fjár sem er bundið í þeim og er eins og staðan er að tveimur þriðju hlutum í eigu ríkisins. Ef vilji er fyrir hendi gæti ríkið tekið til sín mikið fé til lækkunar skulda eða annarra þjóðhagslega hagkvæmra verkefna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tveir spítalar bundnir í bönkunum Með minnkandi óvissu gæti losnað um 175 milljarða úr bönkunum með lækkandi kröfu um eigið fé. Ríkið á megnið af þessu fé. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna fyrstu níu mánuði ársins nam tæpum 50 milljörðum króna. 23. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Tveir spítalar bundnir í bönkunum Með minnkandi óvissu gæti losnað um 175 milljarða úr bönkunum með lækkandi kröfu um eigið fé. Ríkið á megnið af þessu fé. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna fyrstu níu mánuði ársins nam tæpum 50 milljörðum króna. 23. nóvember 2016 06:00