Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Höskuldur Kári Schram skrifar 22. nóvember 2016 18:45 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. Mjólkursamsalan var kærð til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 fyrir að mismuna fyrirtækjum á markaði með því að selja tengdum aðilum hrámjólk á lægra verði en almennt var í boði fyrir aðra samkeppnisaðila. Tvisvar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að MS hafi brotið gegn samkeppnislögum og sektaði fyrirtækið nú síðast um 480 milljónir. Í bæði skiptin var málinu vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn lokaúrskurð í gær. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar fagnar því að niðurstaða sé komin í málið. Hann segir að markaðsaðstæður hafi tekið miklum breytingum frá því kæran var lögð fram. „Til dæmis selur MS ekki í dag samkeppnisaðilum sínum neitt hráefni. Það er Auðhumla sem safnar mjólkinni frá bændum sem selur MS og öðrum á sama verði. Nema litlir aðilar fá að kaupa allt að 300 þúsund lítra af mjólk á ári á bændaverði og það vill nú einmitt svo til að Mjólkurbúið Kú er eina fyrirtækið í dag sem er innan þeirra stærðarmarka. Þeir kaupa alla sína mjólk, allt sitt hráefni á lága verðinu. Lægra verði en MS, Arna og fleiri,“ segir Ari. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjór Mjólkurbúsins KÚ segir hins vegar að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á mjólkurmarkaði. „Hún er talsvert áfall fyrir okkur og hún er þess eðlis að hún skilur okkur, keppinauta Mjólkursamsölunnar, algerlega eftir varnarlausa. Hér er samkeppnislögum algerlega vikið til hliðar og verndaráhrifum samkeppnislaga og þannig getur Mjólkursamsalan algörlega haft sjálfdæmi um sína framgöngu gagnvart sínum keppninautum,“ segir Ólafur. Ólafur telur rétt að vísa málinu til dómstóla og Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill ekkert útiloka hvað þetta varðar. „Það er það sem við erum að taka afstöðu til og skoða. Við munum taka okkur smá tíma í að skoða úrskurðinn og meta það,“ segir Páll Gunnar. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. Mjólkursamsalan var kærð til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 fyrir að mismuna fyrirtækjum á markaði með því að selja tengdum aðilum hrámjólk á lægra verði en almennt var í boði fyrir aðra samkeppnisaðila. Tvisvar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að MS hafi brotið gegn samkeppnislögum og sektaði fyrirtækið nú síðast um 480 milljónir. Í bæði skiptin var málinu vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn lokaúrskurð í gær. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar fagnar því að niðurstaða sé komin í málið. Hann segir að markaðsaðstæður hafi tekið miklum breytingum frá því kæran var lögð fram. „Til dæmis selur MS ekki í dag samkeppnisaðilum sínum neitt hráefni. Það er Auðhumla sem safnar mjólkinni frá bændum sem selur MS og öðrum á sama verði. Nema litlir aðilar fá að kaupa allt að 300 þúsund lítra af mjólk á ári á bændaverði og það vill nú einmitt svo til að Mjólkurbúið Kú er eina fyrirtækið í dag sem er innan þeirra stærðarmarka. Þeir kaupa alla sína mjólk, allt sitt hráefni á lága verðinu. Lægra verði en MS, Arna og fleiri,“ segir Ari. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjór Mjólkurbúsins KÚ segir hins vegar að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á mjólkurmarkaði. „Hún er talsvert áfall fyrir okkur og hún er þess eðlis að hún skilur okkur, keppinauta Mjólkursamsölunnar, algerlega eftir varnarlausa. Hér er samkeppnislögum algerlega vikið til hliðar og verndaráhrifum samkeppnislaga og þannig getur Mjólkursamsalan algörlega haft sjálfdæmi um sína framgöngu gagnvart sínum keppninautum,“ segir Ólafur. Ólafur telur rétt að vísa málinu til dómstóla og Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill ekkert útiloka hvað þetta varðar. „Það er það sem við erum að taka afstöðu til og skoða. Við munum taka okkur smá tíma í að skoða úrskurðinn og meta það,“ segir Páll Gunnar.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira