Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 13:47 Katrín Jakobsdóttir vísar öllum ásökunum um hótanir á bug. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir það ekki nýmæli að flokkurinn tali fyrir því að skattkerfið sé jöfnunartæki. Hún þvertekur fyrir að flokkurinn hafi í hótunum um stefnu flokksins í skattamálum eins og haldið er fram í Morgunblaðinu í dag. „Við höfum að sjálfsögðu talað fyrir tekjuöflun annars vegar, enda lofuðu allir flokkar mjög miklum – allir flokkar ekki bara þessir fimm – voru með mjög mikil loforð um það að bæta verulega í heilbrigðiskerfi, skólakerfi, samgöngur, fjarskipti og það liggur auðvitað fyrir að þær umbætur verða ekki gerðar nema með því að afla tekna. Það sögðum við mjög skýrt fyrir kosningar,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Að sjálfsögðu höldum við því til haga að ný ríkisstjórn á að geta ráðist í myndarlegar umbætur og úrbætur í velferðarkerfinu. Þá þarf það að sjálfsögðu að vera gert með ábyrgum hætti. Við sjáum ekki að það sé hægt að skera niður annars staðar í innviðunum til þess að fjármagna þær umbætur.“Viðræðurnar gengið vel Katrín segir jafnframt að viðræðurnar við hina flokkana fjóra, Samfylkingu, Bjarta framtíð, Pírata og Viðreisn, hafi gengið vel. „Við höfum auðvitað verið mjög opin með þetta en erum síðan bara að sjálfsögðu í vðræðum um það hvernig aðrir flokkar sjá fyrir sér þessa tekjuöflun. Og það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið eða neitt slíkt. Heldur er fólk að fara yfir málin og ég veit ekki betur en að það hafi bara gengið ágætlega. Það liggur fyrir að staða ríkissjóðs býður ekki upp á það að hér sé ráðist í umfangsmiklar viðbætur í útgjöldum án þess að það sé aflað tekna.“ Hún segir jafnframt að stefna flokksins um skattkerfi sem jöfnunartæki eigi ekki að koma fólki á óvart. „Við höfum að sjálfsögðu alltaf talað fyrir því að skattkerfi sé jöfnunartæki og það sé eðlilegt að sækja skattana þar sem fjármagnið er en ekki til lág- og millitekjuhópa eins og síðasta ríkisstjórn gerði, til dæmis með því að hækka matarskattinn. Þetta kemur nú ekki á óvart að okkar stefna sé með þeim hætti að við viljum bara ákveðnar kerfisbreytingar í tekjuöflunarkerfi ríkisins til að hlýfa lág- og millitekjuhópum en sækja frekar hlutfallslega meira til þeirra sem mestar tekjur hafa eða eiga mestan auðæfi.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir það ekki nýmæli að flokkurinn tali fyrir því að skattkerfið sé jöfnunartæki. Hún þvertekur fyrir að flokkurinn hafi í hótunum um stefnu flokksins í skattamálum eins og haldið er fram í Morgunblaðinu í dag. „Við höfum að sjálfsögðu talað fyrir tekjuöflun annars vegar, enda lofuðu allir flokkar mjög miklum – allir flokkar ekki bara þessir fimm – voru með mjög mikil loforð um það að bæta verulega í heilbrigðiskerfi, skólakerfi, samgöngur, fjarskipti og það liggur auðvitað fyrir að þær umbætur verða ekki gerðar nema með því að afla tekna. Það sögðum við mjög skýrt fyrir kosningar,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Að sjálfsögðu höldum við því til haga að ný ríkisstjórn á að geta ráðist í myndarlegar umbætur og úrbætur í velferðarkerfinu. Þá þarf það að sjálfsögðu að vera gert með ábyrgum hætti. Við sjáum ekki að það sé hægt að skera niður annars staðar í innviðunum til þess að fjármagna þær umbætur.“Viðræðurnar gengið vel Katrín segir jafnframt að viðræðurnar við hina flokkana fjóra, Samfylkingu, Bjarta framtíð, Pírata og Viðreisn, hafi gengið vel. „Við höfum auðvitað verið mjög opin með þetta en erum síðan bara að sjálfsögðu í vðræðum um það hvernig aðrir flokkar sjá fyrir sér þessa tekjuöflun. Og það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið eða neitt slíkt. Heldur er fólk að fara yfir málin og ég veit ekki betur en að það hafi bara gengið ágætlega. Það liggur fyrir að staða ríkissjóðs býður ekki upp á það að hér sé ráðist í umfangsmiklar viðbætur í útgjöldum án þess að það sé aflað tekna.“ Hún segir jafnframt að stefna flokksins um skattkerfi sem jöfnunartæki eigi ekki að koma fólki á óvart. „Við höfum að sjálfsögðu alltaf talað fyrir því að skattkerfi sé jöfnunartæki og það sé eðlilegt að sækja skattana þar sem fjármagnið er en ekki til lág- og millitekjuhópa eins og síðasta ríkisstjórn gerði, til dæmis með því að hækka matarskattinn. Þetta kemur nú ekki á óvart að okkar stefna sé með þeim hætti að við viljum bara ákveðnar kerfisbreytingar í tekjuöflunarkerfi ríkisins til að hlýfa lág- og millitekjuhópum en sækja frekar hlutfallslega meira til þeirra sem mestar tekjur hafa eða eiga mestan auðæfi.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47