Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn Víglundsson situr í málefnahópi um efnahagsmál fyrir Viðreisn. Þá situr Steingrímur J. Sigfússon í hópnum fyrir hönd Vinstri grænna. Vísir/Ernir/Stefán „Það hefur verið mjög góður andi í þessari vinnu, málefnaleg og góð skoðanaskipti. Í okkar hópi er ekkert uppnám af einu né neinu tagi. Og fjarri því að þar sé unnið með einhverjum hótunum. Þetta er það sem heitir á góðri íslensku rakalaus Moggalygi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt Morgunblaðsins í dag þar sem Katrín Jakobsdóttir er sögð harðákveðin í því að viðhalda hátekjuskatti, koma aftur á auðlegðarskatti og jafnframt er hún sögð áhugasöm um hækkun fjármagnstekjuskatts. „Það er alveg ljóst þetta eru fimm ólíkir flokkar og hver með sínar áherslur en við förum vel og málefnalega yfir þetta og í góðum anda. þannig að það hefur verið fínasta andrúmsloft í þessarri vinnu. Og eins fjarri sanni og getur verið að það sé einhver að stilla einhverjum upp og það séu einhverjar hótanir í gangi. Við berum fulla virðingu fyrir ólíkum áherslum flokkanna og nálgumst málið bara með opinn huga út frá því.“ Steingrímur situr fyrir hönd VG í málefnahópi flokkanna fimm sem nú reyna að mynda ríkisstjórn um efnahagsmál. Málefnavinna VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hófst í gær og er gert ráð fyrir að hún haldi áfram í dag.Erfitt að kyngja skattahækkunum Þorsteinn Víglundsson þingmaður situr fyrir hönd Viðreisnar í málefnahópnum um efnahagsmál. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann meðal annars að í skattamálum liggi mesti áherslumunurinn milli flokkanna. „Það yrði mjög erfitt hjá okkur að kyngja miklum skattahækkunum, það er alveg skýrt. Auðvitað liggur það fyrirfram ljós fyrir að þarna er mesti áherslumunurinn milli þessara flokka. Það er auðvitað alltaf þannig, þegar menn fara inn í svona samstarf, að það kannski best að byrja á réttum enda. Það er að segja, hvaða hugmyndir eru aðilar um varðandi einstök útgjöld og útgjaldaaukningu á kjörtímabilinu, til dæmis til heilbrigðis- og velferðarmála og hvernig getum við fjármagnað það, hvort við getum farið aðrar leiðir, hvort það sé nauðsynlegt að ráðast hér í stórfelldar skattabreytingar,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segir hann að Viðreisn sé ekki sammála hugmyndum VG um skattahækkanir á einstaklinga sem eru með eina milljón eða meira í mánaðarkaup. „Nei þar erum við ekki sammála. Það er alveg ljóst þegar við horfum á launaþróun hér á undanförnum misserum þá þarf auðvitað að líta til þess hvar eru hátekjur skilgreindar og þá einhver efri þrep skattkerfisins.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
„Það hefur verið mjög góður andi í þessari vinnu, málefnaleg og góð skoðanaskipti. Í okkar hópi er ekkert uppnám af einu né neinu tagi. Og fjarri því að þar sé unnið með einhverjum hótunum. Þetta er það sem heitir á góðri íslensku rakalaus Moggalygi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt Morgunblaðsins í dag þar sem Katrín Jakobsdóttir er sögð harðákveðin í því að viðhalda hátekjuskatti, koma aftur á auðlegðarskatti og jafnframt er hún sögð áhugasöm um hækkun fjármagnstekjuskatts. „Það er alveg ljóst þetta eru fimm ólíkir flokkar og hver með sínar áherslur en við förum vel og málefnalega yfir þetta og í góðum anda. þannig að það hefur verið fínasta andrúmsloft í þessarri vinnu. Og eins fjarri sanni og getur verið að það sé einhver að stilla einhverjum upp og það séu einhverjar hótanir í gangi. Við berum fulla virðingu fyrir ólíkum áherslum flokkanna og nálgumst málið bara með opinn huga út frá því.“ Steingrímur situr fyrir hönd VG í málefnahópi flokkanna fimm sem nú reyna að mynda ríkisstjórn um efnahagsmál. Málefnavinna VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hófst í gær og er gert ráð fyrir að hún haldi áfram í dag.Erfitt að kyngja skattahækkunum Þorsteinn Víglundsson þingmaður situr fyrir hönd Viðreisnar í málefnahópnum um efnahagsmál. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann meðal annars að í skattamálum liggi mesti áherslumunurinn milli flokkanna. „Það yrði mjög erfitt hjá okkur að kyngja miklum skattahækkunum, það er alveg skýrt. Auðvitað liggur það fyrirfram ljós fyrir að þarna er mesti áherslumunurinn milli þessara flokka. Það er auðvitað alltaf þannig, þegar menn fara inn í svona samstarf, að það kannski best að byrja á réttum enda. Það er að segja, hvaða hugmyndir eru aðilar um varðandi einstök útgjöld og útgjaldaaukningu á kjörtímabilinu, til dæmis til heilbrigðis- og velferðarmála og hvernig getum við fjármagnað það, hvort við getum farið aðrar leiðir, hvort það sé nauðsynlegt að ráðast hér í stórfelldar skattabreytingar,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segir hann að Viðreisn sé ekki sammála hugmyndum VG um skattahækkanir á einstaklinga sem eru með eina milljón eða meira í mánaðarkaup. „Nei þar erum við ekki sammála. Það er alveg ljóst þegar við horfum á launaþróun hér á undanförnum misserum þá þarf auðvitað að líta til þess hvar eru hátekjur skilgreindar og þá einhver efri þrep skattkerfisins.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00
Flokkarnir fimm hefja viðræður Málefnahópar flokkanna fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum komu saman til fundar í Alþingishúsinu nú klukkan 13. 21. nóvember 2016 13:28