Bara geðveik: Í draumaferð í Suður-Afríku en dreymir að tvíburinn sé dáinn Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 21. nóvember 2016 16:00 Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. Það skar hann í hjartað að vita af bróður sínum í geðrofi, í sinni fyrstu maníu, hinum megin á hnettinum á meðan hann sjálfur var að skemmta sér konunglega við að uppfylla drauma sína. Það fer ekkert á milli mála að geðhvarfasýki Brynjars hefur tekið á samband þeirra bræðra, eins og þeir ræða í myndskeiðinu sem hér fylgir og er úr 3. þætti af Bara geðveik. Geðsjúkdómar leggjast á fjölskyldur og lita samskipti hins veika við sína nánustu. Sú staða verður enn erfiðari þegar sá sem veikist er eins og þú. Með nákvæmlega sama DNA. Því ef einn eineggja tvíburi veikist af geðhvörfum eða geðklofa, er hinn tvíburinn í langtum meiri hættu en næsti maður á að veikjast líka. Brynjar er einn fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Brynjari, Ágústu Ísleifsdóttur, Silju Björk Björnsdóttur og Bjarneyju Vigdísi Ingimundardóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma. Þriðji þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni Bara geðveik fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu. Í 3. þætti áttum við okkur á því af hverju kærasti Silju hefur skilning á þunglyndi og kvíða, við hittum systkini Ágústu í Breiðholtinu og hittum í fyrsta sinn eineggja tvíbura Brynjars Orra. Bara geðveik Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. Það skar hann í hjartað að vita af bróður sínum í geðrofi, í sinni fyrstu maníu, hinum megin á hnettinum á meðan hann sjálfur var að skemmta sér konunglega við að uppfylla drauma sína. Það fer ekkert á milli mála að geðhvarfasýki Brynjars hefur tekið á samband þeirra bræðra, eins og þeir ræða í myndskeiðinu sem hér fylgir og er úr 3. þætti af Bara geðveik. Geðsjúkdómar leggjast á fjölskyldur og lita samskipti hins veika við sína nánustu. Sú staða verður enn erfiðari þegar sá sem veikist er eins og þú. Með nákvæmlega sama DNA. Því ef einn eineggja tvíburi veikist af geðhvörfum eða geðklofa, er hinn tvíburinn í langtum meiri hættu en næsti maður á að veikjast líka. Brynjar er einn fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Brynjari, Ágústu Ísleifsdóttur, Silju Björk Björnsdóttur og Bjarneyju Vigdísi Ingimundardóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma. Þriðji þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni Bara geðveik fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu. Í 3. þætti áttum við okkur á því af hverju kærasti Silju hefur skilning á þunglyndi og kvíða, við hittum systkini Ágústu í Breiðholtinu og hittum í fyrsta sinn eineggja tvíbura Brynjars Orra.
Bara geðveik Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira