Erlent

Ekki sjálfsstjórn fyrir Aleppo

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ástandið í Aleppo er ömurlegt.
Ástandið í Aleppo er ömurlegt. vísir/afp
Tillaga frá Sameinuðu þjóðunum um að binda enda á átökin í Aleppo með því að borgin fái sjálfsstjórn hefur verið hafnað af sýrlensku stjórninni að því er segir á vef BBC.

Samkvæmt áætlun SÞ áttu uppreisnarmenn að halda austurhluta Aleppo gegn því að draga stríðsmenn sína til baka. Utanríkisráðherra Sýrlands, Walid al-Muallem, sem hitti sendinefnd SÞ í gær, sagði hugmyndina brjóta í bága við fullveldi Sýrlands.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×