Innlent

Kennarar rita opið bréf til borgarstjóra: Kjarabót án endurgjalds

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Grunnskólakennarar ræða við borgarstjóra í síðustu viku.
Grunnskólakennarar ræða við borgarstjóra í síðustu viku. vísir/eyþór
„Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær,“ segir í opnu bréfi níu grunnskólakennara úr fimm skólum í Reykjavík til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Í bréfinu sem birt er í heild á Vísi lýsa kennararnir áhyggjum af þeim orðum borgarstjóra að nýr kjarasamningur við kennara verði liður í heildstæðri umbótaáætlun.

„Ein af ástæðunum fyrir því að staðan er komin í þann hnút sem raun ber vitni er að allt of oft hafa svokallaðar umbætur og/eða skipulagsbreytingar í skólunum verið fléttaðar saman við kjör kennara,“ segir bréfinu til Dags.

Þá er samninganefnd sveitarfélaganna gagnrýnd. „Hefur það virst aðaláhersla nefndarinnar þegar störf kennara og kjör eru annars vegar að troða skólastarfinu í Excel-skjalið sitt og láta kennara svo í raun greiða fyrir umbæturnar með meiri vinnu og smánarlegum launahækkunum sem oftast eru keyptar dýru verði af okkur kennurum sjálfum.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum

Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið.

Misráðnar umbætur - Opið bréf til borgarstjóra

Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×