Enski boltinn

Varaformaður West Ham vandar Eggerti ekki kveðjurnar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Karren fagnar með Sam Allardyce á sínum tíma er West Ham komst upp í ensku úrvalsdeildina á ný.
Karren fagnar með Sam Allardyce á sínum tíma er West Ham komst upp í ensku úrvalsdeildina á ný. Vísir/getty
Karren Brady, varaformaður stjórnar enska knattspyrnufélagsins West Ham, vandar Eggerti Magnússyni, fyrrum stjórnarformanni félagsins ekki kveðjurnar í enskum fjölmiðlum um helgina.

Eggert gagnrýndi líkt og Vísir fjallaði um í vikunni ákvörðunina að flytja heimavöll West Ham yfir á Ólympíuvöllinn í London.

Eggert gaf í skyn að ef hann fengi að ráða myndi hann láta rífa völlinn og að hans hugmyndir um að byggja nýjan völl hefði sparað félaginu hundruði milljóna.

Brady sendir Eggerti tóninn í pistli hjá The Sun en hún segist eiga erfitt með að taka mark á manni sem hafi skuldsett félagið jafn mikið og raun bar vitni.

„Eigum við að hlusta á mann sem krafðist þess að fá ferska afhýdda ávexti á skrifborð sitt á hverjum degi og rak tvo bíla á kostnað félagsins? Fyrir utan það að hann skyldi félagið eftir með skuldir yfir 100 milljónir punda.“

Kemur fram í pistlinum að Eggert hafi sent félaginu bréf þar sem hann sagði einhver orð slitin úr samhengi en ekki hvaða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×