Valgerður vann sinn fyrsta atvinnumannabardaga | Átta í röð hjá Kolbeini 20. nóvember 2016 13:45 Kolbeinn og Valgerður. Mynd/Aðsend Kolbeinn Kristinsson og Valgerður Guðsteinsdóttir unnu bæði sína bardaga á hnefaleikakeppninni Rising Stars í Stokkhólmi í gærkvöld. Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni var þetta fyrsti bardagi Valgerðar í atvinnumannaflokki en Kolbeinn rotaði enn einn andstæðinginn fyrir áttunda sigrinum. Valgerður barðist í fyrsta bardaga dagsins gegn heimakonunni Angelique Hernandez og mátti ekki sjá á henni að hún væri að berjast í fyrsta skiptið í atvinnumannaflokki. Tókst henni að slá andstæðing sinn í jörðina strax í fyrstu lotu og stýrði hún bardaganum allan tímann. Lauk bardaganum með dómaraúrskurði þar sem allir dómararnir voru á einu máli. „Ég var búin að fara yfir þessa stund svo oft í huganum á mér að þegar ég steig í hringinn var þetta allt mjög kunnuglegt. Það var smá stress en ég nýtti mér það til hins góða og það gaf mér auka orku. Ég reyndi að boxa minn bardaga og ég fann að ég var með stjórnina. Það er frábært að vera búin að stíga þetta skref og ég bíð spennt eftir næsta bardaga,“ sagði Valgerður í fréttatilkynningu. Kolbeinn barðist í þriðja bardaga kvöldsins en Kolbeinn nýtti sér vel strax frá fyrstu mínútu að hann var töluvert stærri og með lengri arma. Kolbeinn sýndi yfirburði sína í fyrstu lotu með ítrekuðum vinstri stungum en í annarri lotu gerði skrokkhögg Kolbeins útslagið. Dómarinn dæmdi Kolbeini sigurinn samkvæmt tæknilegu rothöggi (e. TKO). Kolbeinn er því enn ósigraður eftir átta atvinnubardaga á ferlinum en hann var að vonum sáttur eftir bardagann. „Ég fann það strax að ég þurfti ekki að flýta mér eða gefa á mér tækifæri. Ég náði að lenda hverri stungunni á fætur annarri í fyrstu lotu eins og ég lagði upp með fyrir bardagann með þjálfurunum,“ sagði Kolbeinn í fréttatilkynningu. Box Tengdar fréttir Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. 18. nóvember 2016 10:45 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Kolbeinn Kristinsson og Valgerður Guðsteinsdóttir unnu bæði sína bardaga á hnefaleikakeppninni Rising Stars í Stokkhólmi í gærkvöld. Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni var þetta fyrsti bardagi Valgerðar í atvinnumannaflokki en Kolbeinn rotaði enn einn andstæðinginn fyrir áttunda sigrinum. Valgerður barðist í fyrsta bardaga dagsins gegn heimakonunni Angelique Hernandez og mátti ekki sjá á henni að hún væri að berjast í fyrsta skiptið í atvinnumannaflokki. Tókst henni að slá andstæðing sinn í jörðina strax í fyrstu lotu og stýrði hún bardaganum allan tímann. Lauk bardaganum með dómaraúrskurði þar sem allir dómararnir voru á einu máli. „Ég var búin að fara yfir þessa stund svo oft í huganum á mér að þegar ég steig í hringinn var þetta allt mjög kunnuglegt. Það var smá stress en ég nýtti mér það til hins góða og það gaf mér auka orku. Ég reyndi að boxa minn bardaga og ég fann að ég var með stjórnina. Það er frábært að vera búin að stíga þetta skref og ég bíð spennt eftir næsta bardaga,“ sagði Valgerður í fréttatilkynningu. Kolbeinn barðist í þriðja bardaga kvöldsins en Kolbeinn nýtti sér vel strax frá fyrstu mínútu að hann var töluvert stærri og með lengri arma. Kolbeinn sýndi yfirburði sína í fyrstu lotu með ítrekuðum vinstri stungum en í annarri lotu gerði skrokkhögg Kolbeins útslagið. Dómarinn dæmdi Kolbeini sigurinn samkvæmt tæknilegu rothöggi (e. TKO). Kolbeinn er því enn ósigraður eftir átta atvinnubardaga á ferlinum en hann var að vonum sáttur eftir bardagann. „Ég fann það strax að ég þurfti ekki að flýta mér eða gefa á mér tækifæri. Ég náði að lenda hverri stungunni á fætur annarri í fyrstu lotu eins og ég lagði upp með fyrir bardagann með þjálfurunum,“ sagði Kolbeinn í fréttatilkynningu.
Box Tengdar fréttir Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. 18. nóvember 2016 10:45 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. 18. nóvember 2016 10:45