Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson skrifar 30. nóvember 2016 15:33 Í neikvæðnisgrautnum sem er á borðum flestra landsmanna grassera fyrirbæri sem bíða þess í ofvæni að skjóta sér upp á yfirborðið og heltaka allt. Hneykslun og neikvæðni. Í krafti þessarar hneysklunar gefur fólk sér það leyfi að dreifa óhróðri, neikvæðni og kaldhæðni. Það bíða allir í skotgröfunum eftir næstu mistökum, eftir því að einhver eða einhverjir misstígi sig. Þegar það svo gerist hefst keppnin um hver nær að vera hneykslaðastur, ná að gera grín að því á sniðugasta háttinn á twitter eða facebook og láta alla vita að þú samþykkir sannarlega ekki svona mistök. Því það virðast nánast allir vera syndlausir á samfélagsmiðlunum. Nýjasta dæmið er umfjöllun Kastljóss um Brúnegg. Að mörgu leyti var þetta mjög einhliða umfjöllun alveg eins og þáttaröð Netflix, How To Make A Murderer, var. Það sprakk allt. Nú var sko tækifæri til þess að hneykslast all svakalega og græða nokkur like í leiðinni. Í samhengi hlutanna er þetta hvorki stórt atvik né stórmál. Auðvitað er hægt að drepa alla umræðu með „en það er stríð í Sýrlandi“, en það er þessi tilfinningagusugangur Facebooklífsins sem er svo leiðinlegur, yfirborðskenndur, einhliða og í mörgum tilfellum gerast þeir sömu sem eru að gagnrýna sig seka um sams konar ofbeldi og þeir eru einmitt að kvarta yfir. Nú er ég ekki að segja að umfjöllunin hafi ekki rétt á sér eða að verja fyrrum starfshætti Brúneggja á nokkurn hátt, heldur að orðum fylgir ábyrgð og að oftast þarf maður að byrja á því að taka til í eigin garði áður en maður fer að kvarta yfir rusli í garði nágrannans. Eins og kunningi minn Kjartan Atli sagði á Twitter, „Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?” Og hann hefur nokkuð til síns máls. Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?— Kjartan A Kjartanss. (@kjartansson4) November 29, 2016 Aftur er það þannig að það er auðvelt að slá allt út af borðinu með svona röksemdarfærslu, en heimurinn virðist vera orðinn þannig að það er ekki hægt að komast undan því að vera móralskt sekur. Bara ef allir væru jafn góðir og þeir láta líta út fyrir á netinu. Samfélagsmiðlar eru partur af lífi okkar allra í dag, því verður ekki breytt og því þarf ekkert að breyta. En við þurfum að átta okkur á því hvar okkar ábyrgð, notenda þessara samfélagsmiðla, liggur. Sjálfur hef ég staðið mig að því að átta mig ekki á þessari ábyrgð. Við þurfum að átta okkur á því að við stjórnum því hvað við segjum og hvernig við segjum það. Við stjórnum því hvort við séum jákvæð eða neikvæð. Þegar mest ber á neikvæðninni hugsa ég til sumarsins sem leið. Þegar karlalandsliðið okkar í fótbolta var að taka þátt á EM í fyrsta skipti. Við vorum öll í sama liði. Jákvæðnin var alsráðandi og allir mínir vinir og kunningjar eru sammála um það að andinn yfir landinu var allt annar. En svo kláraðist mótið og sumarið leið undir lok, gleðivíman fór að dofna, og með haustinu kom myrkrið sem lagðist á allt og alla. Kærleikur, jákvæðni og bjartsýni munu alltaf standa uppi sem sigurvegarar á móti neikvæðni og svartsýni. Það á að gagnrýna, gagnrýni er nauðsynleg – en ég er viss um það að það kæmi meira gott út úr gagnrýninni ef við myndum hætta að vera svona upptekin af því að vera svona ofboðslega hneyksluð. Tökum ábyrgð á því sem við segjum og hvernig við segjum það. Tökum ákvörðun um að vera jákvæð. Af hverju? Af því að við getum það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Brúneggjamálið Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í neikvæðnisgrautnum sem er á borðum flestra landsmanna grassera fyrirbæri sem bíða þess í ofvæni að skjóta sér upp á yfirborðið og heltaka allt. Hneykslun og neikvæðni. Í krafti þessarar hneysklunar gefur fólk sér það leyfi að dreifa óhróðri, neikvæðni og kaldhæðni. Það bíða allir í skotgröfunum eftir næstu mistökum, eftir því að einhver eða einhverjir misstígi sig. Þegar það svo gerist hefst keppnin um hver nær að vera hneykslaðastur, ná að gera grín að því á sniðugasta háttinn á twitter eða facebook og láta alla vita að þú samþykkir sannarlega ekki svona mistök. Því það virðast nánast allir vera syndlausir á samfélagsmiðlunum. Nýjasta dæmið er umfjöllun Kastljóss um Brúnegg. Að mörgu leyti var þetta mjög einhliða umfjöllun alveg eins og þáttaröð Netflix, How To Make A Murderer, var. Það sprakk allt. Nú var sko tækifæri til þess að hneykslast all svakalega og græða nokkur like í leiðinni. Í samhengi hlutanna er þetta hvorki stórt atvik né stórmál. Auðvitað er hægt að drepa alla umræðu með „en það er stríð í Sýrlandi“, en það er þessi tilfinningagusugangur Facebooklífsins sem er svo leiðinlegur, yfirborðskenndur, einhliða og í mörgum tilfellum gerast þeir sömu sem eru að gagnrýna sig seka um sams konar ofbeldi og þeir eru einmitt að kvarta yfir. Nú er ég ekki að segja að umfjöllunin hafi ekki rétt á sér eða að verja fyrrum starfshætti Brúneggja á nokkurn hátt, heldur að orðum fylgir ábyrgð og að oftast þarf maður að byrja á því að taka til í eigin garði áður en maður fer að kvarta yfir rusli í garði nágrannans. Eins og kunningi minn Kjartan Atli sagði á Twitter, „Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?” Og hann hefur nokkuð til síns máls. Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?— Kjartan A Kjartanss. (@kjartansson4) November 29, 2016 Aftur er það þannig að það er auðvelt að slá allt út af borðinu með svona röksemdarfærslu, en heimurinn virðist vera orðinn þannig að það er ekki hægt að komast undan því að vera móralskt sekur. Bara ef allir væru jafn góðir og þeir láta líta út fyrir á netinu. Samfélagsmiðlar eru partur af lífi okkar allra í dag, því verður ekki breytt og því þarf ekkert að breyta. En við þurfum að átta okkur á því hvar okkar ábyrgð, notenda þessara samfélagsmiðla, liggur. Sjálfur hef ég staðið mig að því að átta mig ekki á þessari ábyrgð. Við þurfum að átta okkur á því að við stjórnum því hvað við segjum og hvernig við segjum það. Við stjórnum því hvort við séum jákvæð eða neikvæð. Þegar mest ber á neikvæðninni hugsa ég til sumarsins sem leið. Þegar karlalandsliðið okkar í fótbolta var að taka þátt á EM í fyrsta skipti. Við vorum öll í sama liði. Jákvæðnin var alsráðandi og allir mínir vinir og kunningjar eru sammála um það að andinn yfir landinu var allt annar. En svo kláraðist mótið og sumarið leið undir lok, gleðivíman fór að dofna, og með haustinu kom myrkrið sem lagðist á allt og alla. Kærleikur, jákvæðni og bjartsýni munu alltaf standa uppi sem sigurvegarar á móti neikvæðni og svartsýni. Það á að gagnrýna, gagnrýni er nauðsynleg – en ég er viss um það að það kæmi meira gott út úr gagnrýninni ef við myndum hætta að vera svona upptekin af því að vera svona ofboðslega hneyksluð. Tökum ábyrgð á því sem við segjum og hvernig við segjum það. Tökum ákvörðun um að vera jákvæð. Af hverju? Af því að við getum það.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun