Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson skrifar 30. nóvember 2016 15:33 Í neikvæðnisgrautnum sem er á borðum flestra landsmanna grassera fyrirbæri sem bíða þess í ofvæni að skjóta sér upp á yfirborðið og heltaka allt. Hneykslun og neikvæðni. Í krafti þessarar hneysklunar gefur fólk sér það leyfi að dreifa óhróðri, neikvæðni og kaldhæðni. Það bíða allir í skotgröfunum eftir næstu mistökum, eftir því að einhver eða einhverjir misstígi sig. Þegar það svo gerist hefst keppnin um hver nær að vera hneykslaðastur, ná að gera grín að því á sniðugasta háttinn á twitter eða facebook og láta alla vita að þú samþykkir sannarlega ekki svona mistök. Því það virðast nánast allir vera syndlausir á samfélagsmiðlunum. Nýjasta dæmið er umfjöllun Kastljóss um Brúnegg. Að mörgu leyti var þetta mjög einhliða umfjöllun alveg eins og þáttaröð Netflix, How To Make A Murderer, var. Það sprakk allt. Nú var sko tækifæri til þess að hneykslast all svakalega og græða nokkur like í leiðinni. Í samhengi hlutanna er þetta hvorki stórt atvik né stórmál. Auðvitað er hægt að drepa alla umræðu með „en það er stríð í Sýrlandi“, en það er þessi tilfinningagusugangur Facebooklífsins sem er svo leiðinlegur, yfirborðskenndur, einhliða og í mörgum tilfellum gerast þeir sömu sem eru að gagnrýna sig seka um sams konar ofbeldi og þeir eru einmitt að kvarta yfir. Nú er ég ekki að segja að umfjöllunin hafi ekki rétt á sér eða að verja fyrrum starfshætti Brúneggja á nokkurn hátt, heldur að orðum fylgir ábyrgð og að oftast þarf maður að byrja á því að taka til í eigin garði áður en maður fer að kvarta yfir rusli í garði nágrannans. Eins og kunningi minn Kjartan Atli sagði á Twitter, „Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?” Og hann hefur nokkuð til síns máls. Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?— Kjartan A Kjartanss. (@kjartansson4) November 29, 2016 Aftur er það þannig að það er auðvelt að slá allt út af borðinu með svona röksemdarfærslu, en heimurinn virðist vera orðinn þannig að það er ekki hægt að komast undan því að vera móralskt sekur. Bara ef allir væru jafn góðir og þeir láta líta út fyrir á netinu. Samfélagsmiðlar eru partur af lífi okkar allra í dag, því verður ekki breytt og því þarf ekkert að breyta. En við þurfum að átta okkur á því hvar okkar ábyrgð, notenda þessara samfélagsmiðla, liggur. Sjálfur hef ég staðið mig að því að átta mig ekki á þessari ábyrgð. Við þurfum að átta okkur á því að við stjórnum því hvað við segjum og hvernig við segjum það. Við stjórnum því hvort við séum jákvæð eða neikvæð. Þegar mest ber á neikvæðninni hugsa ég til sumarsins sem leið. Þegar karlalandsliðið okkar í fótbolta var að taka þátt á EM í fyrsta skipti. Við vorum öll í sama liði. Jákvæðnin var alsráðandi og allir mínir vinir og kunningjar eru sammála um það að andinn yfir landinu var allt annar. En svo kláraðist mótið og sumarið leið undir lok, gleðivíman fór að dofna, og með haustinu kom myrkrið sem lagðist á allt og alla. Kærleikur, jákvæðni og bjartsýni munu alltaf standa uppi sem sigurvegarar á móti neikvæðni og svartsýni. Það á að gagnrýna, gagnrýni er nauðsynleg – en ég er viss um það að það kæmi meira gott út úr gagnrýninni ef við myndum hætta að vera svona upptekin af því að vera svona ofboðslega hneyksluð. Tökum ábyrgð á því sem við segjum og hvernig við segjum það. Tökum ákvörðun um að vera jákvæð. Af hverju? Af því að við getum það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Brúneggjamálið Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í neikvæðnisgrautnum sem er á borðum flestra landsmanna grassera fyrirbæri sem bíða þess í ofvæni að skjóta sér upp á yfirborðið og heltaka allt. Hneykslun og neikvæðni. Í krafti þessarar hneysklunar gefur fólk sér það leyfi að dreifa óhróðri, neikvæðni og kaldhæðni. Það bíða allir í skotgröfunum eftir næstu mistökum, eftir því að einhver eða einhverjir misstígi sig. Þegar það svo gerist hefst keppnin um hver nær að vera hneykslaðastur, ná að gera grín að því á sniðugasta háttinn á twitter eða facebook og láta alla vita að þú samþykkir sannarlega ekki svona mistök. Því það virðast nánast allir vera syndlausir á samfélagsmiðlunum. Nýjasta dæmið er umfjöllun Kastljóss um Brúnegg. Að mörgu leyti var þetta mjög einhliða umfjöllun alveg eins og þáttaröð Netflix, How To Make A Murderer, var. Það sprakk allt. Nú var sko tækifæri til þess að hneykslast all svakalega og græða nokkur like í leiðinni. Í samhengi hlutanna er þetta hvorki stórt atvik né stórmál. Auðvitað er hægt að drepa alla umræðu með „en það er stríð í Sýrlandi“, en það er þessi tilfinningagusugangur Facebooklífsins sem er svo leiðinlegur, yfirborðskenndur, einhliða og í mörgum tilfellum gerast þeir sömu sem eru að gagnrýna sig seka um sams konar ofbeldi og þeir eru einmitt að kvarta yfir. Nú er ég ekki að segja að umfjöllunin hafi ekki rétt á sér eða að verja fyrrum starfshætti Brúneggja á nokkurn hátt, heldur að orðum fylgir ábyrgð og að oftast þarf maður að byrja á því að taka til í eigin garði áður en maður fer að kvarta yfir rusli í garði nágrannans. Eins og kunningi minn Kjartan Atli sagði á Twitter, „Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?” Og hann hefur nokkuð til síns máls. Elska að sjá fólk í H&M fötum á profilemynd á Facebook röflandi yfir slæmum aðbúnaði hænsna Íslandi. Hvernig urðu fötin þín til?— Kjartan A Kjartanss. (@kjartansson4) November 29, 2016 Aftur er það þannig að það er auðvelt að slá allt út af borðinu með svona röksemdarfærslu, en heimurinn virðist vera orðinn þannig að það er ekki hægt að komast undan því að vera móralskt sekur. Bara ef allir væru jafn góðir og þeir láta líta út fyrir á netinu. Samfélagsmiðlar eru partur af lífi okkar allra í dag, því verður ekki breytt og því þarf ekkert að breyta. En við þurfum að átta okkur á því hvar okkar ábyrgð, notenda þessara samfélagsmiðla, liggur. Sjálfur hef ég staðið mig að því að átta mig ekki á þessari ábyrgð. Við þurfum að átta okkur á því að við stjórnum því hvað við segjum og hvernig við segjum það. Við stjórnum því hvort við séum jákvæð eða neikvæð. Þegar mest ber á neikvæðninni hugsa ég til sumarsins sem leið. Þegar karlalandsliðið okkar í fótbolta var að taka þátt á EM í fyrsta skipti. Við vorum öll í sama liði. Jákvæðnin var alsráðandi og allir mínir vinir og kunningjar eru sammála um það að andinn yfir landinu var allt annar. En svo kláraðist mótið og sumarið leið undir lok, gleðivíman fór að dofna, og með haustinu kom myrkrið sem lagðist á allt og alla. Kærleikur, jákvæðni og bjartsýni munu alltaf standa uppi sem sigurvegarar á móti neikvæðni og svartsýni. Það á að gagnrýna, gagnrýni er nauðsynleg – en ég er viss um það að það kæmi meira gott út úr gagnrýninni ef við myndum hætta að vera svona upptekin af því að vera svona ofboðslega hneyksluð. Tökum ábyrgð á því sem við segjum og hvernig við segjum það. Tökum ákvörðun um að vera jákvæð. Af hverju? Af því að við getum það.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun