Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag til þess að fara yfir mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna tveggja.
Þingflokkur Vinstri grænna hittist í Alþingishúsinu í morgun þar sem ræddar voru yfirstandandi viðræður. Katrín sagði að lítið væri um viðræðurnar að segja að svo stöddu, þegar fréttastofa náði tali af henni nú fyrir skömmu.
Uppfært klukkan 16:13
Fundinum er lokið en Bjarni og Katrín reikna með því að funda aftur í kvöld.
Katrín og Bjarni funda

Tengdar fréttir

Funduðu frameftir og halda viðræðum áfram í dag
„Við erum ennþá að ræða stóru línurnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður VG.