Ef það virkar fyrir fisk virkar það fyrir ferðamenn Lars Christensen skrifar 30. nóvember 2016 09:00 Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. Í síðustu viku birti Isavia nýjustu spá sína um fjölda ferðamanna til landsins með flugi árið 2017. Isavia spáir því að hin mikla fjölgun ferðamanna haldi áfram á næsta ári. Undanfarin ár hefur komum ferðamanna til Íslands fjölgað um 30% á ári. Árið 2017 býst Isavia við að 5,7 milljónir ferðamanna komi til Íslands (í gegnum Keflavíkurflugvöll). Velgengni íslensku ferðaþjónustunnar hefur sannarlega verið góð frétt og það er vissulega mjög góð ástæða til að fagna henni. Hins vegar láta æ fleiri Íslendingar í ljós áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum umhverfisáhrifum af þessari sprengingu í ferðamennsku. Ég er vissulega enginn sérfræðingur í umhverfismálum og ég hef mjög litla þekkingu á því hver sé umhverfislega sjálfbær fjöldi ferðamanna sem Ísland getur tekið við, en það er ljóst að það eru takmörk. Mörkin fara auðvitað eftir því um hvers konar ferðamennsku er að ræða og almennum innviðum á Íslandi, en það er ekki erfitt að færa rök fyrir því að það gæti haft (of) neikvæð áhrif á umhverfið ef ferðamenn flæða yfir allt Ísland. Þetta er auðvitað það sem hagfræðingar kalla úthrif. Yfirleitt hafa stjórnvöld reynt að fást við úthrif með tilskipunum og stjórnun. En hagfræðingar kjósa fremur að nota hvatningu til að takast á við úthrifavandamál. Einfaldasta leiðin er að skattleggja það sem veldur úthrifunum. Ef við vildum hemja fjölda ferðamanna til Íslands gætum við þannig einfaldlega skattlagt ferðamennsku. Ísland hefur að vissu leyti slíkan skatt nú þegar. Það er gistináttagjaldið. Ég held hins vegar að það sé til betri leið.Framseljanleg flugsætiMín tillaga er að líkja eftir best heppnaða og hagkvæmasta umhverfisverndarkerfi Íslands – framseljanlega fiskveiðikvótanum. Ég legg til að við tökum upp „framseljanleg flugsæti“, það er að segja að til dæmis einu sinni á ári verði tiltekinn fjöldi leyfa til að koma til Íslands með flugi boðinn upp. Fjöldi leyfa sem seldur er skal ákveðinn af sjálfstæðum hópi sérfræðinga á grunni mismunandi raunhæfra kennistærða eins og ástands innviða, loftmengunar, átroðnings á helstu ferðamannastöðum o.s.frv. Þetta myndi þýða að flugfélögin myndu bjóða í þann „sætakvóta“ sem þau þyrftu fyrir tiltekið tímabil. Verðið á kvótanum færi eftir framboði og eftirspurn. Þetta hefði ótvíræða kosti umfram „ferðamannaskatt“. Segjum, til dæmis, að hægja myndi á hinu hnattræna hagkerfi og „eftirspurnin“ eftir ferðum til Íslands minnkaði þá myndi verðið á sætakvótanum lækka. Auk þess myndi kvótakerfi tryggja að skilvirkustu flugfélögin og þeir ferðamenn sem hefðu mesta löngun til að koma til Íslands væru þeir sem borguðu. Það væri rökrétt að losa sig við gistináttagjaldið ef slíkt kerfi væri tekið upp. Ég hef áður lagt til að stofnaður yrði náttúruauðlindasjóður á Íslandi. Eðlilegt væri að setja tekjurnar af sölu ferðamannakvóta í þennan sjóð. Hugsanlega væri líka hægt að eyrnamerkja hluta af tekjunum fyrir fjárfestingar í innviðum. Ferðamennskan á Íslandi er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenska hagkerfið en henni fylgja nokkur úthrif. Það er mjög mikilvægt að allar tilraunir til að stjórna fjölda ferðamanna séu framkvæmdar þannig að þær skemmi ekki ferðaþjónustuna og verndi um leið umhverfið á Íslandi. Framseljanlegir ferðamannakvótar munu tryggja að þessum viðskiptum sé stjórnað á sem skilvirkastan hátt öllum Íslendingum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Lars Christensen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Stóran hluta efnahagsbatans á Íslandi síðan 2008 má eigna gríðarlegri fjölgun ferðamanna til landsins. Í síðustu viku birti Isavia nýjustu spá sína um fjölda ferðamanna til landsins með flugi árið 2017. Isavia spáir því að hin mikla fjölgun ferðamanna haldi áfram á næsta ári. Undanfarin ár hefur komum ferðamanna til Íslands fjölgað um 30% á ári. Árið 2017 býst Isavia við að 5,7 milljónir ferðamanna komi til Íslands (í gegnum Keflavíkurflugvöll). Velgengni íslensku ferðaþjónustunnar hefur sannarlega verið góð frétt og það er vissulega mjög góð ástæða til að fagna henni. Hins vegar láta æ fleiri Íslendingar í ljós áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum umhverfisáhrifum af þessari sprengingu í ferðamennsku. Ég er vissulega enginn sérfræðingur í umhverfismálum og ég hef mjög litla þekkingu á því hver sé umhverfislega sjálfbær fjöldi ferðamanna sem Ísland getur tekið við, en það er ljóst að það eru takmörk. Mörkin fara auðvitað eftir því um hvers konar ferðamennsku er að ræða og almennum innviðum á Íslandi, en það er ekki erfitt að færa rök fyrir því að það gæti haft (of) neikvæð áhrif á umhverfið ef ferðamenn flæða yfir allt Ísland. Þetta er auðvitað það sem hagfræðingar kalla úthrif. Yfirleitt hafa stjórnvöld reynt að fást við úthrif með tilskipunum og stjórnun. En hagfræðingar kjósa fremur að nota hvatningu til að takast á við úthrifavandamál. Einfaldasta leiðin er að skattleggja það sem veldur úthrifunum. Ef við vildum hemja fjölda ferðamanna til Íslands gætum við þannig einfaldlega skattlagt ferðamennsku. Ísland hefur að vissu leyti slíkan skatt nú þegar. Það er gistináttagjaldið. Ég held hins vegar að það sé til betri leið.Framseljanleg flugsætiMín tillaga er að líkja eftir best heppnaða og hagkvæmasta umhverfisverndarkerfi Íslands – framseljanlega fiskveiðikvótanum. Ég legg til að við tökum upp „framseljanleg flugsæti“, það er að segja að til dæmis einu sinni á ári verði tiltekinn fjöldi leyfa til að koma til Íslands með flugi boðinn upp. Fjöldi leyfa sem seldur er skal ákveðinn af sjálfstæðum hópi sérfræðinga á grunni mismunandi raunhæfra kennistærða eins og ástands innviða, loftmengunar, átroðnings á helstu ferðamannastöðum o.s.frv. Þetta myndi þýða að flugfélögin myndu bjóða í þann „sætakvóta“ sem þau þyrftu fyrir tiltekið tímabil. Verðið á kvótanum færi eftir framboði og eftirspurn. Þetta hefði ótvíræða kosti umfram „ferðamannaskatt“. Segjum, til dæmis, að hægja myndi á hinu hnattræna hagkerfi og „eftirspurnin“ eftir ferðum til Íslands minnkaði þá myndi verðið á sætakvótanum lækka. Auk þess myndi kvótakerfi tryggja að skilvirkustu flugfélögin og þeir ferðamenn sem hefðu mesta löngun til að koma til Íslands væru þeir sem borguðu. Það væri rökrétt að losa sig við gistináttagjaldið ef slíkt kerfi væri tekið upp. Ég hef áður lagt til að stofnaður yrði náttúruauðlindasjóður á Íslandi. Eðlilegt væri að setja tekjurnar af sölu ferðamannakvóta í þennan sjóð. Hugsanlega væri líka hægt að eyrnamerkja hluta af tekjunum fyrir fjárfestingar í innviðum. Ferðamennskan á Íslandi er gríðarlega mikilvæg fyrir íslenska hagkerfið en henni fylgja nokkur úthrif. Það er mjög mikilvægt að allar tilraunir til að stjórna fjölda ferðamanna séu framkvæmdar þannig að þær skemmi ekki ferðaþjónustuna og verndi um leið umhverfið á Íslandi. Framseljanlegir ferðamannakvótar munu tryggja að þessum viðskiptum sé stjórnað á sem skilvirkastan hátt öllum Íslendingum til hagsbóta.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar